Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 12

Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 12
23 Alþingisííðindi Kaplaskjóls 24 ]eg reiði mig nú á þessi loforð þeirra og fórna því frumvarpinu. Afkvæði. Frv. til laga um stofnun sendi- herraembættis í Reykjavík. Flm. 5. þm. Ks.: Vjer flufningsmenn þessa frumvarps, sem erum hinir sömu er börðumst fyrir afnámi þessa embæffis á síðasta þingi, höfum leyft oss að bera fram frumvarp um að endurreisa embætlið, þar sem vjer höfum orðið þess áskynja, að andstæðingar vorir eru nú komnir á þá skoðun, er vjer höfðum þá. Það hefir sýnt sig og sannað, að tjón það, er land og þjóð hefir beðið, þetta eina ár, sem embættið hefir verið mann- laust, verður ekki tölum talið. Samtímis ætti það að vera eindregið á- hugamál allra flokka, að veita einum viss- um manni þetta embætti, þar sem ráð- herrastöðurnar eru nú ekki fleiri en þetta og þurfa flokkarnir á þeim öllum að halda. ]eg sagði áðan, að þetta ætti að vera áhugamál allra flokka, því óvíst er hvar óskyta ör geigar. Margar kvartanir hafa komið um það, að óviðkunnanlegt sje að þurfa að tala er- lendum tungum á útibússkrifstofu stjórn- arinnar í úttlandinu, þó jeg fyrir mitt leyti sjái ekkert athugavert við það, en sá mað- ur, sem vjer þurfum að koma í þetta, kann bæði dönsku og íslensku. Vjer höfum einnig hugsað oss að gera þá endurbót á skipunarbrjefi sendiherrans, að hann hafi rjett til að sýna sig í ráð- herraherbergi nábúaþingsins, og er þar með embættisvald hans stórum aukið. Með embætti þessu er og sjeð fyrir túlki handa erindrekum stjórnarinnar erlendis og millilandanefndum öllum. Eins og nú er áslatt, meðan öll okkar aðalviðskifti út á við ganga . í gegnum Reykjavík, og Kaplskýlingar sækja menn- ingu sína þangað, finst oss sjálfsagt, að aðalsendiherra vor hafi aðsefur sitt í þeirri borg, frekar en á Grímstaðaholtinu eða í London. Vegna þess að dýrtíðin hefir tekið nokkr- um breytingum hefir sendiherraefnið kraf- ist þess, að þóknunin, sem áður var 40.000 kr. verði nú tvöfölduð, og æftum vjer 5Íst að horfa í það, — ef hann vilt fara. (11. þm.: Fæst hann ekki billegri? 10. þm.: Þið ættuð nú að reyna það. Forseti: Ekk- ert samfal!) Verði farið að prútla, fer hann ekki neitt. ]eg vona, að þingmenn sjái hagnað sinn í því, að greiða frumvarpi þessu atkvæði, og læt jeg svo máli mínu lokið. 11. þm. Ks.: ]eg viðurkenni nauðsyn þessa máls með tilliti til valsins, en sjeu þó engu að síður agnúa á málinu í heild sinni. Vjer höfum þess dæmin, að misjafnlega gefast þessir legátar vorir og er mikill munur á þeim og hinum fornu legátum, svo sem Halldóri Snorrasyni og Þórarni Nefjólfssyni. Flestum mun í fersku minni síðasta stórhneykslið, þegar einn sendiherra vor Kaplskýlinga fór til Reykjavíkur, fil að semja við efri deild Nábúaþingsins, um stofnun á útbúi í Kaplaskjóli, frá Frelsis- hernum í Reykjavík, og sást fara beint inn til Rosenbergs og setjast þar að kaffi- drykkju með öðrum Kaplskýlingum, er þar voru staddir, og hefir 3ji þingmaður sagt mjer þefta sjálfur, svo jeg veit það er satt. Þetta athæfi legátans hefir stórskaðað álit Kaplskýlinga útávið og er sá blettur á þjóðinni er seint verður af þveginn. ]eg hefi meira að segja heyrt að hann hafi nokkru síðar sama dag, sest aftur að kaffidrykkju og það inn á Hótel ísland.

x

Alþingistíðindi Kaplaskjóls

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþingistíðindi Kaplaskjóls
https://timarit.is/publication/686

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.