Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 5

Alþingistíðindi Kaplaskjóls - 01.01.1926, Blaðsíða 5
9 Alþingistíðindi Kaplaskjóls 10 er sýndur með því, að þessi maður hefur gefið okkur kost á því, að leggja fje til leiðangursins, en ekki snúið sjer til nábúa þingsins, sem annars hefir gert sjer far um að gulltryggja sjer þjónustu hans. Til fararinnar hefir ]ón fengið loforð hjá landsstjórninni fyrir næsta , sprúttskipi, sem henni áskotnast, og er þá fyrir far- kostinum sjeð. Upphæð styrksins er, eins og þingskjal 1000018 ber með sjer, kr. 300,000 — óstýfðar. Gerir hann ráð fyrir að allur leiðangurinn og flutningskostnaður pólsins nemi kr. 312,675,00. 12,000 kr. plus gull- gengisgróða 675 kr. býðst hann til að leggja fram sjálfur og sýnir það trú hans á tiltækinu. — Jeg býst við því, að deildin hafi veitt því eftirtekt, að umsækjandi á- skilur sjer enga þóknun nje hlunnindi fyrir ómakið. Hann hefir einnig heitið mjer því persónulega, að láta það ekki bregðast að skila pólnum til Kaplaskjóls, en braska ekki með hann erlendis. Allir hljóta að vera mjer sammála um, hvílíkur búhnykkur það er, að hafa slíkan kostagrip, sem þenna margeftirsótta pól, við hlaðvarpann sinn og tel jeg því víst, að styrkveitingin verði samþykt andmæla- laust og afgreidd strax og útborguð. 1. þm. Ks.: Jeg skal ekki tefja háttv. deild lengi, en mjer finst þetta mál þannig vaxið, að ýmislegt þurfi athugunar við áður en ráðist er í svona lagað fyrirtæki. I fyrsta lagi vildi jeg leyfa mjer að beina þeirri spurningu til háttv. flm. 5. þm. Ks., hvort okkur sje svo mikill akkur í því að fá þennan pól heim til okkar. — Það er vísindalega sannað, að það sje kalt á norðurpólnum, og efast jeg um að Jóni þessum fakist að koma með pólinn svo að kuldinn fylgi ekki með. Jeg fyrir mitt leyti er algerlega mótfallinn vetrarhörkum, vorkuldum og lambadauða. Líka hefi jeg sannar sögur af því, að póllinn sje nokkuð vandhittur og sje venjulega út um hvipp- inn og hvappinn þarna norðurfrá, og vil jeg því fá upplýst hvort Jón hafi veður af því, hvar póllinn sje staddur núna. Ennfremur finst mjer vanta áætlun um reksturskostnað við pólhaldið. Líka ber þess að gæta, að ekki fylgi pólnum eski- móar, ísbirnir og annar heimskautalýður, sem þjóðerni voru geti stafað hætta af þegar fram í sækir. Jeg hefi nýlega lesið það í danskri bók, að útlendur útvegsbóndi, sem Ámundsen heitir, hafi mikinn augastað á pólnum og finst mjer því of mikið í húfi, þar sem hundruðum þúsunda er í áhættu telft, ef að Ámundsen yrði nú á undan Jóni að klófesta þetta djásn, og er því tillaga mín, að gengið sje í samvinnufjelag við Ámund- sen þennan, með takmarkalausri ábyrgð — og mætti þá spara hálfan styrkinn — sem gæti þá gengið til milliþinganefndar þeirr- ar, sem athuga á launakjör yfirsetukvenna. 3. þm. Ks.: Jeg stend hjer að eins upp til áð gera grein fyrir atkvæði mínu í þessu máli. Jeg hefi nánar spurnir af Jóni Dúfusyni, og hefir sálusorgari minn sjera Jónmundur á Barði sagt mjer, að hann væri valinkunnur heiðursmaður, og er jeg þess vegna, því fastlega meðmæltur að honum verði veitt þessi hugnun. Jeg er þeirrar skoðunar, að þetta sje beint gróðafyrirtæki, ekki síður en friðun Þing- valla, því póllinn myndi margfalda ferða- mannastrauminn, ekki síður en dómsdagur 1930. — Jeg býst við að það yrði góð atvinna að verða guide — því mörgum mun forvitni á að sjá pólinn, fyrst Geysir er hættur að gjósa og jarðskjálftarnir seldir út úr landinu. Flm. 5. þm. Ks.: Háttv. 1. þm. hefur sýnt mjer og máli þessu mikla tortrygni og skal jeg nú svara því að nokkru. Hv. 3. þm. hefir þegar með rökum

x

Alþingistíðindi Kaplaskjóls

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþingistíðindi Kaplaskjóls
https://timarit.is/publication/686

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.