17. júní - 01.09.1925, Side 13

17. júní - 01.09.1925, Side 13
17. JUNÍ 45 höfundar Gunnarssonar vakti frámunamikla eftirtekt og umtal, enda var hún svo skörulega framflutt og af slíkri sannfæringu töluð, að hún hlaut að fara hernámi um hvern huga. Gunnar tók ekki silkihönskunum á hugsjóninni um ríkjaeiningu Norður- landa, heldur vafði hann reiparendunum um báðar hendur og herti vel að. Má vera að slík aðferð komi ein að gagni á skapastund Norðurlanda. Merkilega ræðu flutti Vilhjálmur magister Gíslason sjálfan þjóðhátíð- ardaginn, 17. júní. Þar á hlýddu allir nefndarmenn og umboðsmenn hinna ýmsu stúdentafjelaga. Vilhjálmur ávarp- aði stúdenta á íslensku, en er fáir skildu, sneri hann máli sínu á danska tungu. Hann gat þess, að árið 1930 myndu verða stórkostleg hátíðahöld á íslandi í tilefni af þúsundára-afmæli Alþingis, og honum fanst líklegt, að þá yrði haldið norrænt stúdentamót í Reykjavík. Gleðilegt væri ef úr þessu yrði. Næstu norrænu mótin munu haldin í hinúrn höfuð borgum Norðurlanda, og er þá höfuðborg íslands ein útundan. Ef Þjóðleikhús og Stúdentagarður ásamt háskóla, væru komin upp, þá, fengjum vjer hið besta tækifæri til þess að sýna frændum vorum áþreif- anlegan ávökst íslenskrar menningar, og aldrei fáum vjer betra tækifæri en þá, til þess að auka viðkynningu mentamanna frændþjóðanna á öllum vorum högum. Veglegt væri að minn- ast 1000 ára aímælis Alþingis, er nor- rænir stúdentar væru samankomnir á Þingvöllum. Ókleift er þetta engan- veginn. Má hjer benda á eina leið, en hún er sú, að leigt sje skip, sem siglir á helstu hafnir á Norðurlöndum og flytur síðan stúdentana út til Is- lands. Mun svo ekki rætt um mál þetta frekar, en íhugi þeir sem vilja. Ellinggaard, w/7 25. Lárus Sigurbjörnsson. Frá alþjóðafundi fjelagsins „Stjarnan í austri“. UNDIRRITAÐUR hafði tekist ferð á hendur til Hollands, til að vera þar á alþjóðafundi fjelagsins „Stjarnan í austri“. ■ Fundurinn var haldinn í Ommen. Voru fundarmenn rúmlega 1000, að því er mjer var sagt, og úr öllum áttum heims. Enska var aðal- lega töluð, enda það málið er flestir skildu. Fundurinn var haldinn úti í skógi, og höfðust menn þar við í tjöldum. Á kvöldin var kynt bál mikið, er fundarmenn söfnuðust í kringum. Var það nefnt „camDfire". Voru þar haldnar ræður, sungið og spilað á hörpu. Yfir öllu hvíldi látlaus tign. Alt var einfalt og óbrotið, og einmitt þess vegna fagurt og aðlaðandi. Fegurðin er æfinlega látlaus og óbrotin. En á ýmsu mátti sjá, að hinn nýi tími hafði völdin þarna í Ommen. Aðeins jurtafæða var á borð borin. Konur margar höfðu klipt hár sitt, o. s. frv. Þeir, er ræður fluttu á mótinu, voru meðal annara þessir: Dr. Annie Besant, verndari fjelagsins, Dr. Lily Heber, fulltrúi Noregs, — Oscar Kollerstrom og Dr. G. S. Armdale. Það á ekki við hjer að segja nákvæmlega frá því, er gerðist á fundinum. Aðeins vil jeg taka það fram, að þau áhrif er eg varð fyrir þar, eru mjer ógleymanleg 1

x

17. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.