17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 4

17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 4
84 17. J U N f Undirtektir undir fjelagsskap þennan urðu góðar, og betri en menn höfðu gert sjer von um, og var fje- lagið stofnað 4. janúar 1915. Aðal- hvatamenn fjelagsskapar þessa voru: þáverandi forsætisráðherra C. Th. Zlahle, próf. Finnur Jónsson, sóknar- prestur Arne Möller og Áge M. Bene- diktsen rithöfundur. Um tilgang og nauðsyn þessa fjelagsskapar voru menn á eitt sáttir og fundu það sjálf- sagt, að eitthvað bæri að gera til þess að bæta úr því þekkingarleysi, sem ríkti hjer í Danmörku á málum og menning íslands. Jón Helgason, biskup, sem staddur var á stofn- fundinum, ljet falla orð um það, að hvorugt landanna hefði nokkuð að láta annað heyra í þessu efni. Mun það hafa verið mála sannast, þó eflaust megi telja svo, að heldur hafi þó verið betra að þessu leyti á ís- landi. Þó að fjelagið væri heldur fáment í fyrstu og hefði lítið fje milli handa, tókst þó furðu fljótt að koma því á fastar fætur, enda tókst vel með val á mönnum í stjóm þess. Fyrsta ritið, sem fjelagið gaf út, var „Island — Strejflys over Land og Folk". Þetta er það af ritum fjelagsins, er náð hefir mestri útbreiðslu, þó að ýmis- legt hefði þar getað verið bæði nákvæmara og ítarlegra, og er bókin nú orðin mjög úrelt, enda væri naumast ráðlegt að gefa hana út aftur, nema þá að endurbæta hana mjög. Síðan hefir hvert ritið fylgt á fætur öðru, bæði smærri og stærri, og hafa þau öll komið í góðar þarfir, til að bæta úr því þekkingarleysi, sem ríkti um ísland og íslendinga hjer í Danmörku. Sjálfsagt er vöxtur fjelagsins mikið því að þakka, hve ötula stjórn Age M. Benedictsen og frú. fjelagið fjekk í fyrstu. Formaður þess var kosinn Ame Möller og ritari Áge M. Benedictsen. Aðrir meðlimir stjórnarinnar hafa frá upphafi verið: próf. Finnur Jónsson, Thor Tulinius, stórkaupm., og Astrid Stampe Fed- dersen. Því verður naumast neitað, að talsverðri tortryggni muni fjelagið hafa mætt í fyrstu af hálfu íslend- inga, þó nú muni ekki bera á því

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.