17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 6

17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 6
86 1 7. J U N í að fullveldi vort var dýru verði keypt, þótt ekki hafi háðar verið mannskæð- ar styrjaldir. Sjálfstæðisbaráttan kostaði að meira eða minna leyti æfiskarf flestra bestu manna þjóðar- mnar í sjötíu ár, og liggur í augum uppi hvílík fórn þetta var. Hjer skal ekki reynt til að lýsa hinni löngu og — fram um aldamotin — ströngu sjálfstæðisbaráttu fslend- inga. Að eins skal í höfuðdráttum gerð grein fyrir þeim viðburði á fyrstu árum aldarinnar, er var nauð- synlegur undanfari fullveldisins, stjómarbótinni er framkvæmd var 1. febr. 1904, og breytingu þeirri er hún hafði í för með sjer á stöðu vorri í sambandinu við Dani. Svo sem kunnugt er, lifðum vjer til 1. febr. 1904 undir stjórnar- skránni frá 1874, en samkvæmt henni var ráðgjafi íslands og stjórn- arráð hans í Kaupmannahöfn; um- boðsmaður ráðgjafans á íslandi var landshöfðinginn, og bar hann auð- vitað ekki ábyrgð fyrir Alþingi. Þetta skipulag var auðvitað afar óheppilegt, og framförum fslands örðugur Þrándur í Götu. Þingið samþykti lagaákvarðanir sínar í óvissu, því að altaf var undir hælinn lagt, að frumvörp þingsins yrðu að lögum, Alþingi hafði engin tök á ráðgjafanum, og gat hann því eftir vild látið konung synja um staðfest- ingu sína. Þingið gat ekkert vitað um vilja ráðgjafans fyr en eftir á, og ekki var því að treysta, að mál þingsins gengju fram, þó að lands- höfðingi legðist á sveifina með. ókunnugleiki stjórnarinnar olli því, að hún gat ekki búið löggjafarstörfin upp í hendumar á þinginu, svo sem sjálfsagt er talið í öllum þingstjórn- arlöndum, og vart verður því heldur neitað, að landshöfðingjar vorir höguðu sjer stundum öðruvísi, en þeir mundu hafa gert, ef ábyrgð hefðu borið fyrir Alþingi, enda leiddi það af stöðu þeirra. Ofan á alt þetta bættist svo, að ráðgjafi íslands var jafnframt dómsmálaráðgjafi Dan- merkur og hlaut því að hafa stjórn íslands í hjáverkum.1) Það var því ekki ofmælt, sem kveðið var um aldamótin, að stjórnarskráin frá þjóðhátíðarárinu væri „stutt og slitin". En því má samt ekki gleyma, að hún veitti oss það, sem hvarvetna er undirstaða alls þjóðfrelsis, — fjárforræði. Árið 1885 hófu íslendingar, undir forusta Benedikts Sveinssonar, bar- áttu til þess að nema í burtu þá ókosti stjórnarskipunarinnar, er nú hafa verið taldir, og flytja æðstu stjórn sjermálanna inn í landið. Árangur þeirrar baráttu varð heima- stjórnin 1. febr. 1904, og skal nú á það litið, hvað með henni fjekst. Stjórnin varð nú innlend og starfaði í Reykjavík. Ráðherran varð þingræðisráðherra og átti stöðu sína undir Alþingi einu. Hann bar ábyrgð fyrir Alþingi, og sjerstakur dómstóll, landsdómurinn, var stofnaður, til ’) Þetta síðasta var vitanlega ekki ákveðið í stjórnarskrá íslands, en föst venja allan þann tíma, sem stjórnarskráin 1874 gilti.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.