17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 13

17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 13
17. JUNí 03 á fætur og hætta allri vinnu, á meðan skrúðfylkingin fór framhjá, en það gerðu þeir annars aldrei, jafnvel þó að hópur hinna helstu skriftlærðra færi framhjá. Þegar maður veit, að uppskeran í Júdeu var svo fátækleg, að mest allan kommat varð að sækja til Galileu, aða jafnvel austur fyrir Jórdan, verður þessi lotning, sem menn sýndu korninu, öllu meir skilj- anleg. Verkföll voru ekki óþekt á þessum tímum. Þannig er skýrt frá, að bakar- arnir, sem bökuðu skoðunar brauðin og verkamenn, sem bjuggu til reykelsi handa musterinu, hafi lagt niður vinnu og ekki tekið til hennar aftur, fyr en laun þeirra voru hækkuð um helming. Verksmiðjubær varð Jerúsalem aldrei, ekki einusinni í fornum skiln- ingi. Það er aðeins talað um eina sjertegund vöru, sem þaðan hafi komið, en það voru ilmandi smyrsli. Heródes hinn mikli og hirð hans notaði ógrynni öll af dýrmætum smyrslum, og framleiðlsa þeirra jók þrælaverslunina að miklum mun; og bæði Nýjatestamentið og Talmud nefna oft smyrsli úr myrrha og aloé. Rósaolía var einnig talsvert fram- leidd í Jerúsalem, því enda þótt allar líkur sjeu til þess, að í Jerúsalem hafi hvorki fundist blóma- né trjágarðar innan borgarmúranna, lágu þó belti af rósagörðum umhverfis borgina; við kedrons læk runnu þeir saman við olíuviðar-skógana. Olíufjallið, sem nú er að heita má alveg gróðurlaust, var um þessar mundir ríkulega plantað olíutrjám, og olíupressurnar voru sjerstaklega í Getsemanegarðinum og umhverfis hann. Þar áttu píla- grímarnir sjer oft náttstað og sváfu i preussukerunum, því margir þeirra höfðu ekki efni á að gista í bænum, enda var næturgisting alldýr í Jerú- salem. — Hjer hefir einnig hinn fátæki Jesús orðið að leita sér hvíld- ar, og við getum hugsað okkur hann liggjandi á heyi eða pokum í einu af þessum mannhæðarlöngu pressu- kerum, en að kvíðafullar hugsanir um kvalir og dauða, sem beið hans innan borgarmúranna, hafi haldið fyrir honum vöku. — Ýmsir smámunir hafa einnig verið búnir til í Jerúsalem, til þess að selja pílagrímunum, sem í stórum hópum komu til bæjarins þrisvar á ári. Á meðal „Endurminninga frá Jerúsa- lem" er þannig talað um gylta ennis- spöng handa konum — „hin gullna Jerúsalem" eða „hin gullna borg" kallaðist hún — og ríkir eiginmenn færðu þær húsfreyjum sínum, er heima sátu, að gjöf. — Þetta minnir á menjagripasöluna í Efesos, þar voru seldar smámyndir úr silfri af hofi Artimesar, og borgarar bæjarins álitu, að kristniboð Páls postula mundi hafa skaðleg áhrif á fram- leiðslu og sölu þessara mynda, og þannig baka bæjarbúum tjón. (Post. 19, 24). Jerúsalem var um þessar mundir hreinlegur bær, götumar voru sópað- ar daglega, og frárensli var eins gott og í helstu bæjum Rómverja. Holræsi voru til þess, að veita regnvatninu

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.