17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 16

17. júní - 01.06.1926, Blaðsíða 16
17. J U N í ^96 Dæmisagan um ferðamanninn, (Lúk. 10, 30), sem ráðist var á á leiðinni frá Jericho til Jerúsalem, hefir þannig ekki verið annað en lýsing á daglegum viðburði. Jafnvel rómverskir sendimenn gátu aldrei verið óhultir fyrir árásum ræningja og var þeirra þó hefnt geypilega, og ræningjaþorpin eyði- lögð. Eins og þegar er sagt, voru allar lífsnauðsynjar mjög dýrar i Jerúsa- lem, og eyðsla og gegndarlaus óhófs- semi ríkisfólksins gerði ílt verra. Á laufskálahátíðinni voru pálmagrein- arnar undnar gullþræði. Veðmálin, sem haldin voru, giltu afar upphæðir og gestaboðin, hvort heldur þau fóru fram í skrauthýsunum inni í borginni eða á einhverjum lystigarðinum í umhverfinu, þá báru þau vott um taumlaust óhóf: Grikkir og Rómverj- ar blönduðu vínið, sem þeir drukku, með vatni, en Gyðingar drukku óblandið vín úr dýrindis kristalskál- um, og er menn tóku að gerast ölvað- ir, byrjaði æskulýðurinn að dansa hringdansinn, en hinir eldri gestir fylgdu þeim með lófaklappi. Dæmisagan um húsbóndan, sem ljet bjóða til veislunnar fátækum, voluðum, vönuðum, höltum og blind- um, gat þannig átt sjer fyrirmynd í hinu daglega lífi. Ríkir Júðar lifðu oft í fjölkvæni, og þó var eyðsla kvenna þeirra í smyrsl, skartklæði, skrautgripi og falskar tennur, sem að jafnaði voru gullbúnar, meira en svaraði til 10 % af heimanfylgjunni á ári. Og það er satt að segja, að í drykkjum gáfu frúrnar ekki bónda sínum eftir. Heimildirnar geta um hefðarfrú nokkra, sem í viku hverri skyldi fá 26 potta af víni, til þess að svala þorstanum, auk þess ljet tengdafaðir hennar hana hafa 400 gulldenara til daglegra útgjalda, en hún var sár- óánægð með þá upphæð og þótti karl- inn heldur en ekki skera við neglur sjer. En einnig hjer mætir maður þess- um merkilegu og lítt skiljanlegu mót- straumun í fjelagslífinu: Á þessum ríku og óhófsömu hefðarfrúm í Jerú- salem hvíldi sú skylda, að þær fylgdu hinum dauðadæmdu til aftökustaðar- ins, og byrluðu þeim hinn síðasta drykk úr reykelsisblönduðu víni, til þess að deyfa dauðakvalir þeirra. f þessu höfum vjer skýringuna á að „Jerúsalems dætur" fylgdu Jesú til Golgatha, (Lúk. 23, 27), en af ofstækinu hafa þær ekki gætt skyldu sinnar, að blanda myrrha-vínið, sem honum var boðið að drekka fyrir krossfestinguna. (Mark. 15, 23, Matth. 27, 34). Að lokum má geta þess, að heimild- irnar geta um urmul af þurfamönn- um, blindum og farlama, í borginni. — Það er skarinn, sem vjer höfum heyrt um, að hljóp til móts við Jesús, þegar hann kom, og sárbændi um líkn og lækningu. (Matth. 21, 14). — Af þessu sjáum vjer, hvemig sem á alt er litið, að það er góður sögulegur kjami í Nýa-Testamentinu. (Lauslega þýtt.) Ri'tst}.: Þorfinnur Kristjánsson. — Prentað hjá Christensen& Jjírgensen, Km.höfn.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.