Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 11

Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 11
SJÓMAÐURINN 3 að því, sem óseimilegt þótti, þótt liaun væri nú mjög þnngt hlaðinn. Var siðan lagt af stað, er leyfi Breta fékst, og ekki einni minútu spilt. Var það að morgni, um tiu-leytið, i vestanstinningi, og störðu menn á oss steinliissa, er vér kræktum fram lijá skip- um þeim, sein þarna nöfðu legið svo lengi. — Voru nú öll segl seú, og bardaginn byrjaður. Vindur tók nú að vaxa, er á leið daginn, og varð að taka toppseglin, enda náðist ekki jafnhátt með þeim. Jóni skipstjóra varð einnig ljóst, að straumur var mun minni Spánármegin; var þvi hesl að fara stulta bóga og sigla eins nærri landi og auðið var, enda liefi cg aldrei séð skipi liald- ið eins nærri ókunnugri strönd. En skipstjóri þekti skip sitt og vissi livað mátti bjóða þvi. Ekki fóruni við einskipa, þvi að vel gætti Bret- inn vor, og voru herskip alll af á sveimi i kring um skipið. Eftir þvi, sem vér bezt gátum séð, komu þau aðeins til þess að taka ljósmyhdir, og þykist eg viss um, að suniar þeirra eigi skii- ið að vera i umgjörð. Smámsaman börðum vér vestur eftir, þó að oss miðaði ekkert áfram ífjóra tíma um nóttina. En aldrei hrakti oss aftur á bak. Eftir 30 tíma siglingu, komumst vér loks á móts við Cape Tra- falgar, og var oss þá borgið, þvi að þar dregur mjög úr straumnum. — Mun þetla haí'a verið sá liarðasti og hraðasti, en þó jafnframt sá liægfar- asti barningur Iiugins, þvi að ekki miðaði áfram í beina linu, nema rúmlega eina sjómíla á tím- anum. Er svo talið, að Huginn sé eina seglskipið, sem þetta hafi afrekað, og er það ek.ki litill lieiður fyrir hinn litla skipastól íslendinga; enda er mér sagt, að þar syðra tah menn ennþá um Huginn og afrek hans. Margt l’leira mætti skrifa um þelta afbragðs- skip, því að flestar voru ferðir þess óvenjuleg- ar, og skal hér aðeins bætt við ferð einni í'rá Reykjavik með saltfisk til Aberdeen, vorið 1919. Var þetta fyrsta ferð Sigurðar Jónssonar frá Bakka sem skipstjóra á lluginn. Lagt var af slað í júnímánuði, og var vindur fyrsl mjög hægur, og miðaði því seinl áfram. Skömniu á eftir fór Snorri gamli Sturluson af slað lil Englands, og sýndu skipverjar oss kaðal- endann að gömlum sið, er þeir fóru fram hjá oss í Flóanum. En ekki lireyltist veðrið, fyrr en komið var, snemma næsta dag, suður fyrir Reykj anes; þá gerði veslan stinning. Glaðnaði l>á yfir mönnum, og segja mætti skipinu líka, þvi ekki lét Huginn á sér slanda, er seglum hafði verið liagað eftir vindi, og svo var með Huginn sem önnur seglskip, að engu er líkara, en að þau liafi sál og séu lifandi vernr. Þaul nú Huginn áfram og lierti á, er vindur jókst. Segl voru öll uppi, og kom hrátt í ljós, að talca varð toppseglin, en skömmu siðar þótti skipstjóra, að vind liefði lægt svo, að setja mætti þau upþ aftur. En ekki leið þó á löngu, áður en aftur livesti svo, að taka varð þau á nýjan leik, eða láta þau hafa fyrir þvi sjálf. Það er ofl erl'itt í livassviðri, fyrir einn mann að fesla jafnstór toppsegl og Huginn liafði, vegna þess að þau eru full af vindi sem belgur, er þau liaí'a verið dregin niður á siglutoppinn, og slást þá mikið. Er þvi ógerningur að bregða linu um þau, og verður því að klil'ra upp á þau og selj- asl á þau, og þannig að tæma úr þeim vindinn og festa um leið. Var oft farið til þeirra verka i þessari ferð. Brált hurfu Vestmannaeyjar sýnum, en altaf lierti Huginn á sér, og' var farið fram lijá og suður með Orkneyjum á þriðja degi. Daginn eft- ir, ulh morguninn, var skipið stöðvað fyrir utan Aberdeen, 3 dögum og nokkrum timum eftir að livessa tók úti fyrir Reykjanesi. — Var nú beð- ið eftir liafnsögumanni og dráttarbát, því að stutt var til flóðs. En þá var komið livassviðri mikið, og treysti hafnsögumaður sér ekki um börð, og varð kyr i dráttarbátnum. Var nú far- ið að færa skipið i áttina til liafnarinnar. En er skamt var komið, slitnaði dráttarkaðallinn; varð þá að rifa sem auðið var, og fara svo nærri landi, að hálnum tækist að ná i oss aftur og draga oss inn. Þetta tókst, og voru þá not- aðir tveir kaðlar, og gekk alt vel, uns skipið var komið skamt frá hafnarmynninu, aðskipið kendi grunns á miðri siglingaleiðinni. Var þá komið nálægt fjöru, og hafði hafnsögumanninum, sem var ennþá í dráttarbátnum, eigi komið það til hugar, að Huginn væri svo djúpristur (18 fet). Sjógangur var talsverður, og' safnaðist fjölmenni mikið á hafnargarðana, er starði forviða á þetta hásiglda skip með fána við liún, er enginn þekti. Varð nú að híða, þar lil er sjó hælckaði, og var á meðan tekið i dælurnar, en skipið lak ekki nokkrum dropa. Loks hækkaði í sjó, er á daginn leið, og vindinn lægði. Komumst vér þá inn á höfnina, og þóttumst allir vel sloppið hafa, er skipið var landfestum bundið. Snorri gamli kom lika inn á sama flóðinu og þóttist hafa verið fljótur í ferðum.

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.