Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 36

Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 36
28 S JÓMAÐURINN Dan Anderson : Jónsi matrós. Hó og hæ! Jónsi matrós, byrinn blæs til ferðar þinnar, nú er burtu hinnsta nóttin og í dag fer Tryggvi á sæ. Hafirðu angrazt nóg með Fríðu þinni og mömmu kysst á kinnar og svo keyrt í þig snapsinn, þá syng hó og hæ. Hó og hæ! Jónsi matrós, ert þú hræddur um að Fríða, að hún, hnjákan litla, bíði ekki og tryggðin fari á glæ? Þó sem stjarna á morgunhimni titri hjartað víst af kvíða, skaltu hrista af þér slenið og syng hó og hæ. Hó og hæ! Jónsi matrós, kannski öll þín örlög ráða ekki ástir kvenna, en hákarla í bláum perlusæ. Kannski dauðinn bak við kóralrif þig hrifsi í hramminn bráða; þetta er hrotti en ærlegt skinn og syng hó og hæ! Kannski situr þú á rausnargarði í elli í Alabama, meðan árin sálda rólega yfir hár og vanga snæ. Kannski gleymist alveg Fríða þín hjá glyðru í Jokohama, það er guðlaust en mannlegt og syng hó og hæ! MAGNÚS ÁSGEIRSSON íslenzkaði.

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.