Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 37

Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 37
SJÓMAÐURINN 29 Stýrimannafélag í s I a n d s. Nokkrir drættir úr 20 ára sögu þess. O TÝRIMANNAFÉLAG ÍSLANDS vai- stofn- ^ að 19. febrúar 1919, og var'ð því 20 ára 19. febr. síðastl. Tilgangurinn með stofnun félagsins kemur l)esl fram í 2. grein félagslaganna, eins og þau voru samþykt á stofnfundinum, en bún er svo- hljóðandi: „Tilgangur félagsins er að auka félagslíf og samvinnu milli stýrimanna þeirra, er í félagið ganga, auka þekkingu þeirra á starfinu og á- luiga fyrir nýjum, þarflegum umbótum innan þeirra verkahrings, efla hag þeirra og sjá um eftir mætti, að þeim sé ekki óréttur gjör i því sem að starfi þeirra lýtur. Ennfremur skal fé- lagið stuðla að því, að lögum um atvinnu við siglingar er viðkoma stýrimönnum, verði ekki breyll án tilhlutunar þess, og eftirlit með að enginn sigli sem stýrimaður á islenskum skip- um, sem ekki befir rétt til þess, samkvæmt gild- andi lögum. Allir stýrimenn, sem lokið höfðu prófi við stýrimannaskólann, gátu gerst félagar, að und- anskildum skipstjórum, sem ekki fengu inn- göngu í félagið. Svo virðist, af fundargerðabók félagsins að dæma frá þessum tíma, að stýrimenn hafi áð- ur en stofnfundur var haldinn, verið búnir að ræða það allitarlega sin á milli, að stofna slik- an félagsskap, þvi að á stofnfundinum mætir nefnd með frumvarp að lögum fyrir félagið, sem var rætt allítarlega og siðan samþykt, en ])rált nnrnu stýrimenn liafa fundið ýmsa galla við þessi fyrstu liig, því að fljótt var þeim breytt í ýmsum atriðum. A stofnfundinum, sem haldinn var um borð i Gullfossi, mættu 10 félagar af 19, sem þá liöfðu verið búnir að skrifa undir lögin, og sýnir það, að raunverulega liafa stýrimenu ])á verið búnir að stofna félagið með undirskriftasöfnun, enda ])era reikningar félagsins það með sér, að þeg- ar árið áður, eða 1918, liafa verið innheimt fé- lagsgjöld hjá félögum, og þá borga félagsgjöld 17 menn. Verður að telja þessa menn liina raun- verulegu stofnendur félagsins eða brautryðjend- ur að félagsskapnum. Þessir menn voru: Pétur Björnsson, Pálmi Loftsson, Ásgeir Jónasson, Sigurður Hjálmarsson, Ólafur Sigurðsson, Jón Einarsson, Ásgeir Sigurðsson, Þórólf- ur Beck, Sigurður Gíslason, Ófeigur Guðna- son, Stefán Pálsson, Ingólfur Helgason, Bjarni Jónsson, llannes Eriðsteinsson, Pétur Gíslason Magnús Snorrason og Jón Ólafsson. Á slofnfundi félagsins, 19. febrúar 1919, höfðu hins vegar 19 skrifað undir lagafrumvarpið og i fundargerðabókina frá þessum tíma hafa 88 skrifað undir lögin, en ekki er gott að sjá af þeiin undirskriftum liverjir hafa verið raunveru- legir stofnendur, þar sem undir lögin liafa rit- að menn jafnóðum og þeir liafa gengið inn. Á stofnfundinum var kosin stjórn fvrir félag- ið og var Jón Erlendsson, nú verkstjóri hjá Eim- skipafélaginu, kosinn formaður með öllum greiddum atkvæðum, en með lionum voru kosn- ir i stjórnina Ásgeir Jónasson, nú skipstjóri á Selfossi, og Pálmi Loftsson, nú forstjóri Skipa- útgerðar ríkisins. Á fundinum var strax farið að ræða um kjör stýrimanna og hvernig bezl væri fyrir komið baráttunni fyrir að fá þau bætt. Var eftir allmiklar umræður samþykkt tillaga um að leita sér upplýsinga um kaup- gjald hjá útlendum stýrimannafélögum og leit- asl við að ná samningum við íslenzk útgerðar- félög. Mun félaginu þegar i byrjun liafa orð- ið nokkuð ágengt i þessu máli. Eins og að framan getur var mjög erfitt að lialda uppi reglulegu fundarstarfi innan félags- ins vegna þess hvernig atvinnu félagsmanna er hagað, enda bera fundargerðirnar það með sér

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.