Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 40

Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 40
32 S JÓMAÐURINN um væri um það rætt, að íelagið gengi i sam- band við önnur félög. Þörfin á því var félags- mönnum þó ljós, og upp úr 1930 er farið aö ræða um það, að ganga i Alþýðusamband ís- lands og var á árinu 1931 látin fara fram alls- iierjar atkvæðagreiðsla innan félagsins, þar sem sérhver meðlimur var spurður um vilja hans i þessu efni. Var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að ganga í Alþýðusamband- ið, en þó beið það þar til á árinu 1932, að fé- lagið gekk í sambandið. Vinsamleg samvinna hefir altaf átt sér stað við stjórn Vélstjórafé- lags íslands, og einkum þó liin síðari ár. Fyrstu árin var félagið mjög fámennt og aug- sýnilegt að þeir, sem próf tóku á Stýrimanna- skólanum og höfðu rétt til að vera í Stýrimanna- félaginu, sáu ekki nauðsyn þess, að ganga i fé- lagið. Þvi var það, að samkvæml tillögu Frið- riks Ólafssonar, núverandi skólastjóra, var kos- in útbreiðslunefnd, 9 manna, 1922, með það fyr- ir augum, að vekja atliygli á félaginu og afla því meðlima. Varð af þessu talsverður árangur og fjölgaði meðlimunum nokkuð ört. Oft voru uppi raddir um það, að félagið þyrfli að koma upp bókasafni um siglingafræði og það annað, sem viðvíkur starfi stýrimanna, og var aðalhvatamaður þessa Jón Eiríksson, núverandi skipstjóri. Var tillögum hans alt af vel tekið, en lítið varð úr framkvæmdum, sem stafaði af því, hversu stýrimenn voru dreyfðir og ennfrem- ur af því, að þann stulta tíma, sein þeir dvöldu i heimahöfn, þurftu þeir að nota lil ýmsra starfa fyrir heimili sín og annað því líkt. Á síðastliðnu ári voru tilliigur um þetta efni endurnýjaðar, jafnframt þvi, sem ákveðið var að félagið gæfi út blað. Er þcss því að vænta, að jafnframt því, sem blaðaútgáfa l'élagsins hefst, þá eigi meðlimir |>ess jafnframt á næstu mánuðum kost á þvi, að ía góð útlend tímarit, og erlend félagsblöð, með nýjungum í siglinga- fræði og annað það, sem að starfi þeirra lýtur. Formenn félagsins hafa verið frá stofnun þess Jiessir menn: Jón Erlendsson, Ásgeir Jónasson, skipstjóri, Páhni Loftsson, forstjóri, Lárus Blön- dal stýrimaður, Þorvarður Björnssn yfirhafn- sögumaður og Jón Axel Pétursson liafnsögu- maður. í félaginu eru nú allir starfandi stýrimenn á siglingaskipaflotanum og varðskipunum og auk ]>ess allmargir, sem ekki eru starfandi stýrimenn, en sem réttindi liafa i utanlandssiglingum. Hér að framan befir verið getið um nokkra aðaldrætti úr stanfssögu Stýlrimaimafólagsins. En auk þeirra má gela þess, að félagið hefir ávallt tekið virkan þátl í baráttu fyrir umbót- um á lögum um atvinnu við siglingar og barist gegn því, að þeim væri breytt í lakara horf fyr- ir sjófarendur. Þá niá geta þess, að félagið tók þátt í sjó- mannadeginum, sem haldinn var hátíðlegur í fyrsla sinn s.l. vor. Hafði félagið tvo fulltrúa, er störfuðu að undirbúningi hans og svo mun enn verða. Víbtaí uíb fóhsta fioAmcmn Stý.>iLM<mncL(lé(lcLQ.SLns. TÓN ERLENDSSON, verkstjóri lijá Eim- J skipafélagi Islands, var fyrsti formaður Stýrimannafélagsins, og lil að hyrja með var liann ekki einungis formaður íelagsins, lieldur og gjaldkeri þess. Átti liann og • aðalþáttinn i stofnun félagsins. Blaðið sneri sér lil Jóns Er- lendssonar um daginn, og spurði hann um fyrstu ár félagsins. „Eins og gefur að skilja,“ sagði Jón Erlends- son, „var það mjög miklum erfiðleikum bund- ið, að koma á fót skipulegum félagsskap með- al stýrimanna, þar sem þeir voru til að byrja með, þegar við stofnuðum félagið að minsta kosti, mjög fáir og auk þess, eins og gefur að skilja, sjaldan, eða svo að segja aldrei, heima heldur dreifðir með skipunum út um alt. En okkur fanst nauðsynlegt, að stofna félag, svo að stýrimenn gætu komið fram sem ein heild i samningum sínum við atvinnurekendur, sem voru þó aðeins til að byrja með Eimskipafélag- ið og rikisstjórnin. Það var margt annað, sem varð þess valdandi, að við stofnuðum félagið, en þó auðvitað fyrsl og fremst það, að stýri- mönnum fanst þeir væru nokkuð afskiftir í kjör- um, og að þeir álitu, að þeir fengju litlu um þokað til úrbóta, rneðan þeir voru ekki ein fé- lagsleg lieild. Það var ýmislegt, sem þurfti úr- bóta við, og ég verð að segja það, að ég lel, að félaginu liafi á þessum 20 árum, sem liðin eru síðan við stofnuðum félagíð, tekisl að koma mörgu góðu til leiðar, lil umbóta á kjörum stýri- manna. Ástæðan til þess að mér var til að byrja

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.