Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 35

Sjómaðurinn - 01.03.1939, Blaðsíða 35
SJÓMAÐURINN 27 í liúsi þessu er samkvæmnissalur. Aftur á skip- inu er á þessu þilfari reyksalur fyrir 2. farrými ásamt opnu skýli fyrir farþega. Á næsta þilfari (C-þilfari — Awning-þilfari) eru fremst i skipinu ílmðir háseta i tveggja manna lierbergjum, ásamt matstofu og' baðher- l)ergi fyrir þá. Einnig verða þar herbergi fyrir þjóna. Næsl tekur við 3. farrými. Þar fyrir aft- an eru svefnherhergi fyrir 1. farrými. Siðan er forsalur þessa þilfars á 1. farrými. Þar er skrif- stofa fyrir alla afgreiðslu, er snertir farþega. Úr þeim forsal eru stigar hæði upp á B-þilfar og niður á næsta þilfar. Fyrir aftan forsalinn eru svefnherbergi og baðherbergi. Aftast á skip- inu eru á þessu þilfari, svefnherbergi fyrir far- þega 2. farrýmis, og íl)úðir vélamanna. Á næsta þilfari (D-þilfari), er fremst lestarúm. Miðskipa er horðsalur fyrir 1. farrými, sem nær yfir þverl skipið. Geta þar verið 116 menn i sætum. Allir farþegar á 1. farrými geta því horðað samtimis. Fyrir aftan horðsalinn er stjórnhorðsmegin fram- reiðslulierl)ergi, en hak við það eldhús fyrir 1. farrými og íhúð matreiðslumanna og þjóna og matsalur þeirra. Bakhorðsmegin er herhergi hryta og þjónustufólks. Þá eru tvö stór herbergi, sem ætluð eru til þess að vera sjúkraherbergi og hjá þeim herhergi fyrir læknir. Er svo fyrir- skipað í alþjóðareglum, að fari skip, sem flyt- ur yfir 100 farþega, leugra en 200 sjómílur frá landi, svo sem nauðsynlegt yrði í Ameríkuferð- um, þá skuli vera slíkir spítalar, ásaml lækni, í skipinu. En annars má nota þelta pláss fvrir farþega. Fyrir aftan spitalann er ihúð vélamanna og þjónustufólks, matsalur yfirmanna og bað- herbergi. Miðskipa er forsalur við horðsal 1. far- rýmis, og sligar þar upp á C-þilfar og niður á næsla þill'ar. Þar fyrir aftan tekur við vélarrúm og síðan eldliús l'yrir 2. farrými og sérstök brauð- gerð með rafmagnsofni. Aftast á þessu þilfari er stjórnborðsmegin horðsalur fyrir 2. farrými. Tekur hann 60 manns i sæti, eða alla farþcga 2. larrýmis samtímis. Báðir horðsalir og eldliús- in eru þannig á sama þilfari. Bakborðsmegin eru svefnherhergi á 2. farrými, og þar fyrir aft- an baðherbergi og ihúð þjónustufólks. Á neðsta þilfari (E-þilfari) er miðskipa svefn- herbergi fyrir 20 farþega á 1. farrými. Á sama þilfari er geymsla fyrir matvæli, ásamt kæli- og frystirúmi fyrir þau. 1 lesl skipsins eru frystirúm, að stærð samtals um 30.(K)0 teningsfet, þar sem koma má fyrir 500 smálestum af flökuðum fiski eða 17.000 skrokkum af dilkakjöti. Skipið gelur flutt 1400 —1500 smálestir af venjulegri stykkjavöru, og verður ca. 3700 hruttó-smálestir að stærð. Myndirnar á forsíðunni. „Brotsjórinn og hnúturinn“ eru teknarumhorð í „Dettifoss“ af Sigurði Gíslasyni stýrimanni. sem stöðugt hefir stutt hagsmuni og réttindi íslenzkrar sjómannastéttar, er ALÞÝÐUBLAÐIÐ Auk þess að vinna að hagsmuna- og menning- armálum íslenzkra vinnustétta til sjávar og sveita, gerir Alþýðuhlaðið sér far um að flytja lesendum sinum sem fjölbreyttast efni. llöfuð- áherzlu leggur hlaðið á það, að flytja sem bezt- ar og áreiðanlegastar fréttir af því, sem gerist, utan lands og innan. I'að hefir fréttaritara er- lendis, sem síma daglega merkustu viðlmrði, auk þess sem það liefir fréttaritara í öllum kauptúnum landsins. Þá flytur hlaðið ennfrem- ur daglega skemmtilega neðanmálssögu og margt fleira til skemmtunar og fróðleiks. Hvern laug- ardag kenmr út með blaðinu Sl!NNUl)A(iS- BLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS, — sem flytur ein- göngu skemmtandi og fræðandi efni. GERIST ÁSKRIFENDUR AÐ ALÞÝÐUBL AÐINU! báta- og skipa-mótorar frá 2—6Ó0 hestafla eru bestir. Þeir sem þurfa að fá hála- og skipamótora næsta ár æltu að panta sem fyrst hjá aðalum- boðsmanni á íslandi P. G. Þormar, Laugarnesvegi 52. Sími: 2260 og 4574. Simnefni: Verkh.

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.