Sjómaðurinn - 01.03.1939, Page 36

Sjómaðurinn - 01.03.1939, Page 36
28 S JÓMAÐURINN Dan Anderson : Jónsi matrós. Hó og hæ! Jónsi matrós, byrinn blæs til ferðar þinnar, nú er burtu hinnsta nóttin og í dag fer Tryggvi á sæ. Hafirðu angrazt nóg með Fríðu þinni og mömmu kysst á kinnar og svo keyrt í þig snapsinn, þá syng hó og hæ. Hó og hæ! Jónsi matrós, ert þú hræddur um að Fríða, að hún, hnjákan litla, bíði ekki og tryggðin fari á glæ? Þó sem stjarna á morgunhimni titri hjartað víst af kvíða, skaltu hrista af þér slenið og syng hó og hæ. Hó og hæ! Jónsi matrós, kannski öll þín örlög ráða ekki ástir kvenna, en hákarla í bláum perlusæ. Kannski dauðinn bak við kóralrif þig hrifsi í hramminn bráða; þetta er hrotti en ærlegt skinn og syng hó og hæ! Kannski situr þú á rausnargarði í elli í Alabama, meðan árin sálda rólega yfir hár og vanga snæ. Kannski gleymist alveg Fríða þín hjá glyðru í Jokohama, það er guðlaust en mannlegt og syng hó og hæ! MAGNÚS ÁSGEIRSSON íslenzkaði.

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.