Útvarpstíðindi - 03.04.1939, Qupperneq 3

Útvarpstíðindi - 03.04.1939, Qupperneq 3
Viðtal við Bjarna Böðvarsson Því verður ekki neilað, að þrátt fyrir töfra hinna klassisku hljóm- leika er fátt, sem jafnast á við dans- músikkina í því að fá hjört.u manna til að slá dálítið örar. Þet,ta skilja jafnvel aðrir eins al- vörumenn og þeir, sem skipa útvarps- ráðið, og hafa því látið útvarpið flytja okkur heillandi dansmúsík um hverja helgi. Og um, aðra hvora helgi hefur hljómsveit Bjarna Böðvarssonar lát- ið til sín heyra í útvarpinu og aflað sér með joví vinsælda fjölmargra hlustenda. 'Otvarpstíðindi snéru sér til Bjarna Böðvarssonar og fengu hjá honum eftirfarandi upplýsingar um hljóm- sveit hans: Þetta er 5 manna hljómsveit, stofn- uð fyrir 2 árum upp úr hljómsveit F. T. H., sem var þrefalt. stærri og þótti of dýr í rekstri. Við! höfum ver- ið ráðnir til að leika tvisvar í mánuði 4 fyrstu mánuði þessa árs og munum síðast koma fram í útvarpinu að þessu sinni þ. 7. maí. — Við höfum spilað létta nútima dansmúsík samtímis því að við höf- um endurvakið ýmsa gamla »hús- ganga«, sem hefur reynzt. afar vin- sælt. Við höfum allt af haft okkur til aðstoðar nokkra danslagasöngvara (»refrain-söngvara«), bæði konur og karla, og hafa flestir textarnir ver- ið sungnir á íslenzku. Fyrst létum við þýða textana, en nú höfum við, eins og yður er kunn.ugt, gert, það í sam- bandi við títvarpstíðindi. — Hverjir eru með yður í hljóm- sveitinni? Aage Lorange er píanisti, Þor- valdur Steingrímsson fiðluleikari, Poul Bernburg og Fritz Weisshapp- el. — En hverjir eru danslagasöngv- arar? Lára Magnúsdóttir, Helga Weisshappel, ■ Kristín Einarsdóttir, Ólafur Beinteinsson, Kjartan Sigur- jó,nsson og Björgvin Jóhannsson. — Er það þá ekkert fleira, sem þér getið sagt mér um hljómsveit yðar? — Jú, vel á minnst. Fyrsta lagskrá eftir páska verður al-íslenzk. Það er að segja, þá verða spiluð ný og gömul danslög eftir íslenzka höfunda. Ég þakka svo fyrir upplýsingarnar og kveð. ★ Útvarpstíðindi munu halda áfram að starfa í sambandi við danshljóm- sveit útvarpsins um að birta danslaga- texta, því Ijóð við danslög eru vin- sæl hjá æskunni, og oft, má heyra »danslag kvöldsins« af vörum fólks, bæöi í húsum og á götum úti, eftir að hljómsveit Bjarna Böðtvarssonar hefur látið til sín heyra í útvarpinu. Og mörgum fullorðnum, sem hlustar á hljomsveit hans, mun hlýna í hug, þegar þeir heyra endurvakta ýmsa gamla húsganga, sem þeir kannast við frá löngu liðnum kvöldum lífs síns. Samkvæmt, bréfum til Útvarpstío- inda lítur út fyrir að margir mundu óska þess, að útvarpið sæi sér fært að )áta danshljómsveit, leika um hveqa helgi að vetrinum. 379

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.