Útvarpstíðindi - 03.04.1939, Page 9

Útvarpstíðindi - 03.04.1939, Page 9
ÚTVARPSTÍÐINDI AUÐÆ.FI MRMR Þriðjudag'inn 18. apríl flyt.ur Guð- jón Guðjónsson skólastjóri í Hafnar- firði fyrsta erincli sitt í fyrirlestra- flokki um auðæfi jarðar. — Hann tal- ar að þessu sinni um gúmmíið. Hið f.yrsta, sem getið er um J)essa vöru, er, að spánskur maður flutti meö sér sýnishorn af henni frá Brasi- líu, en þar er hið upphaflega heim- kynni gúmmítrjánna. Maðurinn flutti þetta með sér aðeins sem skrítinn hlut, sjálfsagt án þess að gruna að ])að ætti eftir að verða ein eftirsótt- asta vara í heiminum. — Aldir liðu án þess að hagnýti gúmmísins yrði uppgötvað. Fýrst var það notað sem strokleður. Af hreinni tilviljun upp- götvaði maður nokkur, að hægt var að nota það á þann hátt. Biti af hrágúmmíi lá á borði hans og af fikti strauk hann yfir nokkur blýantsstrik með því, og sá, sér til mikillar unclr- unar, að þau hu'rfu. Árið eftir voru Nú á limum nota. menn gömmíið frá vöggu til grafar, enda hefur það verið nefnt >'Nauðsynlegasta vara heims.ins«. strokleður komin í bókaverzlanir. A.rið 1839 fannst aðferð til ao blanda gúmmí með brennisteini. I kringum 1840 var heimsfram- leiðslan af gúmmí um 400 smálestir og þótti mikið, en 1934 er hún orðin 1 miljón smálesta og síðan. hefur hún aukizt stórum. Ýmsar fyrstu tilraunir til að notfæra gömmtið misheppnuðust, A myndinni sjást mnðui' og kona, sem I sakleysi hafa sezt á bekk og líklega setið þðtt og verið hlýtt á milli þeirra. Gúmmíið, sem kápurnar eru þéttaðar með, hefur ekki þolað hitann og límzt saman, svo nú eru þau orðin bundn- ari hvort öðru en þau ætluðust til! 385

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.