Útvarpstíðindi - 11.12.1939, Síða 5
Otvarpstíðentdi
seiða hug'ann Ijúflingsómar.
Einn ég bíð þín, bjarta mær,
— bjarta drottning vona minna!
Illý er sólin himinskær,
hlýrri seiður augna þinna.
Komdu, unga ástin mín,
engill minna sólskinsdrauma!
Nóttin fellu' friðarlín
yfir faðmlög mín og þín —.
Jón frá Ljárs'kógum.
MANSöNGUR.
(Stándchen).
Út, í næturhúmið hljóða
hvísla ég til þín:
Niður í lundsins kyrru hvelfing
kom þú, ástin mín.
Hjúpar döggva, mjúka moldu •
mánans silfurlín.
Ljóð mitt beinir veikum vængjum
vina, upp til þín.
Þylur milt við engi og akra
undurléttur blær.
Næturgalinn hörpu hreyfir,
himintóna slær.
Fyrir mig hann biður, biður
barmsins djúpi, frá,
kennir hugans hljóðu vonir,
hjartans ástarþrá.
Heyrirðu ekki hjartaslögin
hrópa upp til þín?
Titrandi ég krýp og kalla:
Kom þú, ástin mín!
Axel Ouðmwuksson þýddi,
VÖGGUVISA.
Barnið mitt, lokaðu brá,
blundaðu og fljótt muntu sjá
dulmyndir dagsips, er hvarf
1:1 as
ÚT ÚR ÞOKUNNI.
Fyrirlestraflokkurinn: „Fró manni
til Gwðs", flutt af Gretari Fells.
Fyrirlestraflokkur þessi er eðlilegt
framhald mannræktarerinda þeirra,
er Grétar Fells flutti í útvarpið á sið-
astliðnmn vetri. Tilgangurinn er ao
reyna að sýna fram á, að þegar því,
sem nefna mætti mannlegan þroska,
er lokið - þegar menn eru orðnir
fullkomlega »mennskir menn«, eins
og Grétar Fells orðar það — þá taki
við annað og ennþá æðra þroskaskeið,
sem er eðlilegt framhald hýis fyrra,
og er ekki að neinu leyti yfirnáttúr-
legt eða. með öllu óskiljanlegt. Grétar
Fellsi heldur því fram, að mjög nauð-
synlegt sé, að heilbrigðri skynsemi
verði við komið í þessum efnum sem
öðrum efnum. Hann heldur því fram,
að þau mál, sem fyrirlestraflokkurinn
fjallar um, séu yfirleitt vafin mik-
illi þoku í hugum manna. Hann vill
leiða menn út úr þeirri þoku, að svo
miklu leyti sem unt er.
Fyrirlestrarnir verða þrír, og er
hinn fyrsti samnefndur flokkinurn
sem heild og nefnist: »Frá manni til
Gtiðs«. 1 þeim fyrirlestri er leitast við
að sýna fram á, í hverju sönn guð-
rœkni sé fólgin, og hvernig guðseðlið.
sem býr með hverjum manni, verði
bezt ræktað.
Annar fyrirlesturinn heitir: »Guð-
mennið Jesús Kristur«. Er þar reynt
draumgjafinn ætlar þér starf.
Vorið með blómskrýddan barm
býður þér fylgd sína og arm.
Einnig í húminu, hér
heimsljósið skín yfir þér.
EiríbiM- Einarsson frá Hæli.