Útvarpstíðindi - 11.12.1939, Qupperneq 9
ÚTVARPSTÍÐINDI
L29
'©fíða Dor — Þú, lállaust vor, \ er töfrað dreymir blóð og tveggja spor
sýnir döggvot slóð.
Þú, vor, með dýrðlegan draum, j með dögg og leikandi flaum, og með hugljúf ástar-orðin ; í augnabliksins straum, — : ó, vor, með dögg og draum! i
Þú, blíða vor, við bláa œsku-strauma oss bendir á hinn fyrsta lífsins draum. Gríp fljótt, — því gleðin er naum. Gríp fljótt, — hinn hverfula draum,
Ljóð við dans- lag kvöldsins laugardag 16. des. og svo láttu Ijóssins flauma þig lauga’ í sœlum draum, í Ijúfum draum, — í draum, í draum.
Jakob Jóh. Smári.
Þekkii' þú tvísýnt tápið, —
túngrös og hagablóm,
þau, sem þúsundir ára
þoldu sinn skapadóm.
Þau börðust við brennandi þurrka,
nístandi næturfrost,
þau þráðu að verða voldug,
en áttu þess engan kost.
Lífseigi, lágvaxni gróður,
sem litkar hrjóstuga fold,
þitt, er að þjást og brosa
þrá og verða að mold.
Varir þá lögunin lengui?
Lifir hin dreymandi þrá?
Övissan svai-ar engum.
------Augun stara og spá.
íslenzki útkjálkabúi,
augunum lyfta þú skalt,
moldin tij fóta þér fellur
fús til að veita þér allt.
Blessa þú börnin þín, maður,
bið þú um meira starf.
Gróandi langanir gefa
góðir feður í arf.
Ekkert er börnunum betri
blessun í gæfuleit
en, minning um mæta feður
og mæður, og byggileg sveit.