Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Side 12

Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Side 12
Sv.: Bók um útvarpstækni verður sennilega gefin út innan skamms, en hins vegar er þess ekki að vænta, að um svipaða útgáfustarfsemi geti verið að ræða hér eins og erlendis um þessi efni, vegna fámennisins, en slíkar bækur verða fljótt úreltar vegna hinna hröðu breytinga á þessu sviði. Sp. A hva<Sa tímum og á hvaSa öldu- lengdum er nú útvarpaS stríSsf réttum á NorÖurlandamálum frá útvarpsstöíSvum Bandamanna? Sv. Frá London (31 m) : á norsku kl. 17.30 og 23.20. — dönsku kl. 21.40. — sænsku kl. 17.45. Frá París (41,2 m) : á norsku kl. 18.15 og 21.00. — sænsku kl. 18.25 og 20.45. Sp. Er landssímanum heimilt a8 leggja símalfnur um land manna og hús án leyfis landeiganda? Sv. 1. gr. laga nr. 14, 14. júní 1929 hljóðar svo: „Hver landeigandi er skyldur að leyfa stjórn landssímans að leggja nauðsynlegar víraleiðslur fyrir hraðskeytatæki um land sitt, yfir það eða í jörðu, og að efni það, er þarf til lagningar þeirra og viðhalds, svo sem grjót, möl o. s. frv., sé tekið þar sem næst er; svo er og hver eigandi húss eða annars mannvirkis skyldur að leyfa, að vírar þessir séu lagðir yfir þau, á þeim, gegnum þau eða undir þeim. Verði því við komið, skal þó taka tillit til þess, hvar eig- endur eða notendur mannvirkja æskja eft- ir, að víraleiðslurnar séu lagðar, þar sem þær snerta eign þeirra, og það þótt þetta hefði nokkurn kostnaðarauka við leiðsl- urnar i för með sér. Mönnum, sem í þjónustu landssímans eru að starfa að þessum leiðslum eða hafa um- sjón með þeim, skal heimilt tálmunarlaust að fara um land manna og hús, svo fram- arlega sem það er nauðsynlegt vegna þess- ara starfa. Um hús, sem búið er í, mega þeir þó ekki fara nema á daginn, og ein- ungis þá leið, sem vísað er, og því aðeins að það sé óþægindalaust fyrir ibúana“. Sp. Má strengja loftnet í hús manna, þegar þeir neita að gefa leyfi sitt til þess? Sv. 8. gr. lagg nr. 68, 28. des. 1934 um útvarpsrekstur ríkisins hljóðar svo: „Ríkisútvarpið hefur sama rétt og lands- síminn um nauðsynlegar lagnir um lönd manna, lóðir og byggingar vegna starfsemi sinnar. Oheimilt er öllum að leggja svo nýjar línur, hvers kyns sem eru, að þær geti valdið baga eða óreglu á lögnum Ríkis- útvarpsins, sem fyrir eru, eða tælcjum, sem standa í sambandi við þær. Ráðherra sker úr ágreiningi um þessi atriði“. 115. gr. reglugerðar um raforkuvirki 14. júní 1933 hljóðar svo: „Sé bannað að strengja loftnet yfir veg, götu, torg eða synjað leyfis að festa loft- net í hús eða mannvirki (sbr. 114. gr.), má, ef óframkvæmanlegt þykir sökum kostnaðar eða annars að koma loftnetinu fyrir á an'nan hátt, biðja rafmagnseftirlitið að sjá um, að loftnetið verði sett upp, eftir því sem því þykir réttast, og eru allir aðil- ar skyldir að hlíta því, sem það ákveður“. Sp. Er eigandi rafvélar, sem truflar viðtöku útvarps, ávallt skyldur að láta deyfa truflanirnar á sinn kostnað? Sv. í 131. gr. reglugerðar um raforku- virki 14. júní 1933 stendur þetta: ,,b) Eiganda raforkuvirkis, sem veldur tilfinnanlegum truflunum á viðtöku út- varps og loftskeyta, er skylt að láta þegar i stað deyfa truflanir þess á sinn kostnað. c) Tilfinnanlegar teljast þær truflanir, sem spillt geta viðtöku útvarps frá út- varpsstöð Ríkisútvarpsins, svo og þær, er hindra opinberar og aðrar mikilsverðar stofnanir í að taka við skeytum eða frétt- um frá innlendum eða erlendum stöðvum. d) Nú veldur raforkuvirki eða hluti þess truflunum á viðtöku útvarps eða loft- skeyta, þótt ekki séu þær svo mildar að tilfinnanlegar teljist samkv. c-lið, og eig- andi viðtækis, er fyrir truflununum verð- ur, æskir að mega láta deyfa þær, þá skal eigandi raforkuvirkisins skyldur að leyfa að það verði gert, enda sé það gert honum að kostnaðarlausu og valdi ekki skemmd- um á virkjum hans eða spilli nothæfi þeirra“. 440 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.