Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 6
Frá Vínarborg til Versala Erindaflokkur, sem Suerrir Kristjánsson flytur. I. Dansinn í Vín Síðsumars árið 1814 skunduðu 90 full- valda þjóðhöfðingjar og 53 landlausir furst- ar til Vínarborgar til að taka þátt í ný- skipan Evrópu. Eftir nær tuttugu ára þrot- lausan ófrið virtist nú rofa í lofti, er hinn umsvifamikli furstaskelfir álfunnar, Napó- leon Bonaparte, var kominn á kné, og orð- inn kotungur á Elbu. Það var látið heita svo, að allir þeir þjóðhöfðingjar, er hefðu tekið þátt í striðinu, skyldu hafa hönd í bagga um skipan málanna, en þegar til kastanna kom, réðu hin sigursælu stórveldi álfunnar, England, Austurríki, Rússland og Prússland, öllu eða nær öllu, sem gerðist á þessum þjóðhöfðingjafundi. En þótt ekki væri greiður gangur að hinum leynilegu ráðstefnum og baktjaldamakki stórveld- anna, voru hinum konunglegu smælingjum fundarins veittar nokkrar sárabætur: þeir fengu að dansa og skemmta sér, og njóta allrar þeirrar lífsnautnar, er hin kvikláta höfuðborg Habsborgararíkisins gat látið í té. Samkomulagið var þó ekki sem bezt, umræðurnar sóttust seint, og því var það sagt um Vínarfundinn, að hann dansaði, en kæmist ekki fetið. En mitt í öllum glaumnum, undirróðrinum og átökum að tjaldabaki var unnið sleitulaust að nýju landakorti Evrópu, var höndlað um lönd og lýði og pólitísk framtíð álfunnar mörk- uð næstu áratugi. Metternich, ráðgjafi Austurríkiskeisara, markaði alla starfsemi Vínarþingsins og varð áhrifarikasti maður Evrópu næstu áratugi á eftir. Þjóðir Ev- rópu voru mjög þjáðar eftir hinar miklu blóðtökur styrjaldaráranna, og hann kall- aði sjálfan sig „lækninn á spítala Evrópu". Pólitísk stefnuskrá hans var í því fólgin að halda Evrópu í þeim landfræðilegu og pólitísku skorðum, er Vínarþingið hafði sett. Hann varð málsvari hinnar pólitísku kyrrstöðu innanlands og utan. En söguþróuninni verður ekki haldið í skef jum, og lögreglustjórn Metternichs laut i lægra haldi gegn þeim öflum, er tækni tímanna og félagsleg þróun hafði leyst úr læðingi. Metternich varð gamall maður og Metternich fursti, fremsti stjórnmálamað- ur Austurrí!ci8, er hafði ríkust áhrif á sam- þykktir Vínarfundarins og var fram að 1830 áhrifamesti stjórnmálamaður Evrópu. 6 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.