Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 21.10.1940, Blaðsíða 9
vanir sérhverju öðru en að hlýða skipunum hans. En kaupafólkinu leið vel. Nú þurfti það ekki að kvíða fáránlegu auknefni né óttast köll og aðfinnsl- ur, er það kom í bæinn. Heyskapurinn gekk betur en nokkru sinni áður og allir voru ánægðir að sumrinu loknu. En þegar kaupafólkið var horfið og haustönnum var lokið, gerðist svo hljótt í Lækjatungu, að jafnvel Þórelfur húsfreyja og synir hennar, sem elskuðu frið og þögn, og höfðu orðið allfegin hvorutveggja, fundu nú til þess, að jafnvel af þessum langþráðu gæðum lífsins gat orðið fullmikið á einum bæ. Þórmundur hlammandi sat á rúm- inu sínu með olnbogana á hnjánum og starði þunglyndislega fram fyr- ir sig hálfa kvöldvökuna. Hann fann að vísu ekki til saknaðar — en það var eins og hann vantaði þó eitt- hvað. Áður hafði verið svo gott og rólegt að sofna út frá einlestri Hall- orms húsbónda — allt varð svo ör- uggt í návist þessa sterka manns. Þórmundur gamli hlammandi vissi ekki út frá hverju hann ætti að sofna nú. Og svo sat hann og starði ofan í baðstofugólfið í einhverjum vandræðadvala. Bræðurnir lágu mókandi í rúmum sínum, þreyttir eftir útiverkin, og Þórelfur hús- freyja prjónaði þegjandi og horfði út um stafngluggann á stjörnurnar. Svo dró hún skýluna fyrir gluggann og kveikti. En þögnin hvíldi eftir sem áður yfir öllu, unz f jósatími var kominn. Ofurlítil tilbreyting var það alltaf að g.efa kúnum, mjólka og skilja mjólkina. En á eftirdatt allt í dúnalogn á ný. Bræðurnir, Askur og Örn, hugs- uðu margt þessi þögulu kvöld. Einu sinni, þegar þeir voru á leið úr fjárhúsunum heim í þögnina, mælti Askur hikandi: „Heyrðu ÚTVARPSTÍÐINDI bróðir — hvernig væri að fá sér út- varp? Það er nú reyndar skrambi dýrt, en f éð lagði sig svo vel í haust, að okkur myndi ekki muna mikið um það. Það eru leiðindi í mömmu síðan faðir okkar fór — og Þór- mundi gamla. Nú — við mundum líka þiggja svolitla tilbreytingu bræðurnir". Örn þagði lengi — og Askur undraðist sína eigin dirfsku. Engu að síður bætti hann við: „Hvað seg- ir þú um þetta, bróðir?" „Ja — ég er svo sem ekki á móti því". Þeir gengu nú þegjandi um stund. En þegar heim í varpann kom, nam örn staðar, horfði útí hött eins og hann væri að tala við Bæjarfjallið og mælti: „Já — það er réttast, að við gerum þetta — fá- um okkur útvarp. Þú þarft hvort sem er í kaupstaðinn fyrir nýjár — og getur þá útvegað það og fært mömmu í jólagjöf". Askur var eldri en örn. Þess vegna sagði bróðir hans: Þú þarft hvort sem er í kaupstaðinn. Og Ask- ur gerði eins og örn hafði stungið upp á. Nú var komið útvarp í Lækja- tungu. Á Klettum, næsta bæ við Lækja- tungu, var ekki þögult. Þar bjó Hjálmar skáldi. I rökkrinu sat hann með yngsta krakkann á hné sér og kvað: „Ekki bíður svarið Sveins, sízt eru hagir duldir: Ég á ekki neitt til neins nema börn og skuldir". — og fleiri vísur, fullar léttúðar og lífsgleði. Þetta var útvarpið hans. En elztu dætrunum, Ellu og Stínu, þótti það ekkert skemmtilegt. Æi- nei! Þær þráðu almennilegt útvarp. Og kvöld eitt í janúarmánuði sögðu Frh. á bls. 12. 9

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.