Útvarpstíðindi - 28.10.1940, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 28.10.1940, Blaðsíða 9
Bóndinn: (kemur inn í herberg- ið. Hurðin heyrist opnast og lokast) Siturðu enn hér hjá honum? Held- urðu kannske, að hann lifni við af því? Hvað viltu — lifa eða deyja? Ég veit, að það -er ekki auðvelt að á- kveða sig, og það er víst til lítils að minna þig á, að gamli faðir þinn er enn þá hjá þér.Farðu fram í eldhús og borðaðu. Meðan maður lifir verð- ur maður að borða. Kpnan: Meðan maður lifir, verð- ur maður að borða. — Er ég þá enn á lífi? (I fjarska heyrast lúðramerki). — Heyrirðu pabbi? Þeir eru að koma hingað. Ég vissi það. Bóndinn: Inn fyrir mínar dyr koma þeir ekki, það skal ég sjá um. Héðan frá glugganum hef ég gott útsýni og sé hvern þann, sem nálg- ast. (Eftir stutta þögn byrjar hann að lesa upphátt í biblíunni) : „En er framorðið var orðið, hröðuðu þjónar hans sér í burt“. (Tautar, les síðan aftur hátt) : ,,Og þeir gengu í hvílur sínar, því að þeir voru allir þreyttir, af því að veizlan hafði staðið lengi. En Judith var látin ein eftir í tjaldinu . . “ (Tautar áfram). 2. herm.: (bankar á gluggann) Get égfengið að vera hér í nótt? Ég er mjög illa særður í höfði. Það er orðið of seint fyrir mig að komast í sjúkraskýlin í kvöld. Bóndinn: Láttu hús mitt í friði. 2. herm.: Nú eru engir friðartím- ar. Bóndinn: Láttu hús mitt í friði. — Dauðinn býr í húsi mínu. 2. herm. Ég er vanur að umgang- ast dauðann. Bóndinn: Ég segi þetta yðar vegna, dauðinn býr í húsi mínu. Fylgið mér, ef þér trúið mér ekki. Ég skal sýna yður það. 2. herm.: Kannske hef ég í dag séð fleiri dauða en þú, gamli maður, á allri þinni æfi. Bóndinn: (hvislar með nístandi röddu) En hann er smitandi, herra, mjög smitandi. 2. herm. (hrekkur til baka) Hver andskotinn, þú lítur sannarlega út eins og dauðinn sjálfur. Ég fer (höf- uðið hverfur). Bóndinn: Hann fór, ég vissi það. 1. herm. (ungur og ósærður) Get- ið þér veitt mér húsaskjól í nótt? Bóndinn: Láttu húsið mitt í friði. 1. herm.: Nú á tímum er engu húsi hlíft, hversvegna þá þínu? Bóndinn: Láttu húsið mitt í friði. Dauðinn býr í húsi mínu. 1. herm.: (hlær) Það er hand- hægt að vísa óvelkomnum gestum svona á bug, en mig hræðir þú ekki. Ertu hræddur? Ég stel hvorki né myrði, en ég verð að sofa. Bóndinn: (með tilbreytingar- lausri röddu) Ég segi þetta yðar vegna. Dauðinn býr í húsi minu, og hann er smitandi, herra minn, mjög smitandi. 1. herm.: Stríðið hefir ekki gert út af við mig, því ætti ég þá að hræð- ast sóttina, hver sem hún er? Bóndinn (tautar gremjulega) : . . . ,,og hún hjó tvisvar sinnum á háls honum af öllum mætti, og sneið af honum höfuðið". (Hvíslar). Hann kemur samt inn, hann trúir mér ekki. 1. herm.: Gott kvöld. Bóndinn: Sjáðu, ég skrökvaði ekki.. Þarna liggur tengdasonur minn. Hann er dáinn. 1. herm.: Já, en þetta eru slæmir tímar, og manni liggur við að halda, að þeim dauðu líði betur en þeim, sem á lífi eru og hafa ekki einu sinni þak yfir höfuðið. Heldurðu að ÚTVARPSTÍÐINDI 25

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.