Útvarpstíðindi - 28.10.1940, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 28.10.1940, Blaðsíða 11
1. herm.: En hvað það er þsegi- legt að sitja í stofu og vera laus við hjálminn og í'rakkann. Konan er vingjarnleg. En það er nú samt betra að hafa byssuna til taks. Ég er í óvinalandi. Konan. Nú skuluð þér borða og drekka vel. Faðir minn og ég höfð- um ekki iyst, og ef þér borðið það ekki, þá skemmist það. 1. herm.: Þakka yður fyrir. þakka yður fyrir. Þér hafið alltof mikið fyrir þessu, kona góð. Konan: Það er ekki neitt (hún fer aftur út, en kemur strax aftur með tvær vínflöskur) og gott vín er líka til. 1. herm.: Nei, þetta gengur ekki. Slíkt óhóf má ég ekki leyfa mér. Ég er ekki peningasterkur eins og stepdur. Konan: (brosir ofurlítið) Stingið þér pyngjunni niður.Það eru svilc við föðurland okkar að selja óvinunum mat, en að gefa hann svöngum manni getur ekki verið synd, þó að á stríðstímum sé (hún hellir víni í glas). Drekkið, drekkið skál þeirra er þér viljið. En ef til vill eigið þér unnustu heima. Ég sé, að þér eigið hana. Borðið nú og drekk- ið. Ég ætla að . . (ætlar að fara). 1. herm.: Þér megið ekki fara. — Þér verðið að vera hjá mér meðan ég borða, annars nýt ég ekki matar- ins. Konan: Ef til vill eruð þér hrædd- ur um að ég hafi byrlað eitri í vín- ið? Lítið á (hún hellir víni í glas, drekkur það til hálfs og réttir hon- um það svo). 1. herm.: (hlær og drekkur það til botns) Ég er ekki hræddur. Þér eruð mjög góðar. En því situr faðir yðar ekki hjá mér? Konan: (yptir öxlum) Ég veit það ekki. Pabbi er svo gamall í hett- unni. Hann má ekki brjóta brauð með óvinum sínum. En það er nú ekki verið að taka þetta svona há- tíðlega nú á tímum. Þegar okkar menn eru í burtu, verðum við að slá okkur saman við þá, sem að garði ber. Finnst yður nokkuð at- hugavert við það? Hugsið þér ekki svona? Ég er glorhungruð. Hugsið þér yður, ég hef ekki bragðað mat. síðan ég sat við þetta borð með manninum mínum. Og það eru fjór- ir dagar síðan. 1. herm.: Þér verðið að borða. Gjörið þér svo vel, hérna er góður biti handa yður. Það er langt síðan ég hefi fengið svona góðan mat. Ég er viss um að yður geðjast líka að honum. Setjist þér nú hérna hjá mér, mér til skemmtunar. (Nokkur augnablik borða þau þegjandi). 1. herm.: Nú finnst mér ekki lengur eins einmanalegt. Nú verð- ið þér líka að drekka eitt glas. Skál. Konon: (hellir glösin full) Skál. Og unnusta yðar. Þér minnist ekki á hana. Ef til vill sjáið þér hana aldrei aftur. 1. herm.: Af hverju segið þér það? Ég er svo einmana hér. Er ekki slæmt að verða að fara á mis við allt, sem annars gerir lífið vert að lifa því? Foreldrar mínir stunda búskap. Þau eru gömul og ég þyrfti að hjálpa þeim. Hvernig eiga þau að komast af ? Systir mín er nú aft- ur heima, maðurinn hennar er líka í stríðnu. En hvernig getur hún ein komið verkunum af? Þér minnið mig á systur mína. Ég vildi að þér séttust hjá mér og ég mætti halda í hendina á yður. ÚTVARPSTÍÐINDI 27

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.