Útvarpstíðindi - 28.10.1940, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 28.10.1940, Blaðsíða 12
Konan: Haldið þér, að ég sé síð- ur einmana? Hugsið þér yður. Ég hef aðeins verið gift í fjóra mánuði. Og nú er ég ekkja. Þér getið ekki skilið, hvað allt er tómt, líkast því sem heimsendir væri kominn. Nú hef ég ekkert að hugsa um, fyrir engan að vona og ekkert að óttast Það er hræðilegt að eiga engan, sem maður elskar .... 1. herm.: Þótti yður ákaflega vænt um hann? Konan: (höfuð hennar hnígur niður á borðið). 1. herm.: Vesalingurinn (hann horfir á hálsinn á henni, — lágt —) Þér eruð falleg. Bráðlega mun annar koma og hjálpa yður til að gleyma hörmunum. Lífið sigrar allt, af þá, sem dánir eru. Ég má ekki hjálpa yður — ekki ég. Fyrirgefið þér — vínið — ég held, að það hafi hleypt hita í blóðið. Það er víst bezt fyrir mig að fara að sofa. (Þögn). 1. herm.: Hvað heitið þér? Konan: Hvað ég heiti? Þér mein- ið skírnarnafn mitt. Ég var kölluð Judith. 1. herm.: (brosandi) Það lætur ritningarlega í eyrum, en það er fallegt nafn (þögn), (hann hnepp- ir í hugsunarleysi frá sér jakkan- um). Kanan: En — hvað þér hafið fallegan háls. 1. herm. (hlær vandræðalega og afsakandi) : Fyrirgefið þér. Þetta er vani. Við hermennirnir förum alltaf úr einkennisbúningnum í her- búðunum, hann er svo óþægilegur. Og í kvöld finnst mér ég vera eins og heima, að líkindum bara þetta eina kvöld. Konan: Nú skuluð þér láta yður líða vel. Lof mér að hjálpa yður •—- svona. 1. herm.: Nei — það el' —• Konan (lágt) : Þér megið ekki halda svona. (Hún streytist hægt á móti. Fætu” þeirra koma við riffil- inn og byssustingurinn snertir fót- hlífarnar, svo að hvín við. Þau kipp- ast við). 1. herm. (hlær) : Þarna sjáið þér. Við sitjum hlið við hlið eins og hjón. En byssustingurinn er undir borð- inu. O, jæja, það er nú stríðið. Konan (lágt) : Sleppið þér mér, 1. herm. (heldur henni fastri) : Ég ætlaði ekki að móðga yður. Ég var heimskur og klaufalegur. Komið þér, við skulum drekka sáttabikar (hann fyllir glösin). Skál! Konan: Skál. 1. herm.: Merkilegt. Ég get ekki skilið það. Þér eruð svo góð við mig Og ég ætti auðvitað að hugsa um fólkið heima, en það er svo langt ? burtu. Konan (svarar ekki, snýr sér við og tekur ábreiðuna af rúminu hans. Kemur svo aftur að borðinu). Nú er kominn tími til að fara að hátta. 1. herm.: Ég kenni í brjósti um þig, fallegi óvinurinn minn, en . . . svona er stríðið. Konan: Góða nótt. (Hún fer). 1. herm.: Góða nótt! (Þögn). En hvað það er gott einu sinni að geta farið úr jakkanum og stígvélunum Þetta er nóg, maður veit aldrei. Og byssuna við rúmið. Þetta er óvina- land. (Setur byssuna við rúmið, opn- ar varlega og kallar hvíslandi fram. Judith. (Hann bíður augnablik. Þögn. Hann lokar hægt dyrunum, en aflæsir ekki. Gengur að borðinu, sér kertin logandi). En sú eyðsla, fjögur kerti, ég held ég slökkvi á þeim. Þú sefur líka eins vel í dimm- unni. (Meðan hann gengur að rúm- inu tautar hann) : Ég ætla að fara að 28 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.