Útvarpstíðindi - 06.01.1941, Page 11

Útvarpstíðindi - 06.01.1941, Page 11
um, þ. á. m. Mozart, Schubert, Strauss, Beethoven o. fl. — og þar hafa um áratugi starfað margir af þekktustu læknum veraldarinn- ar, eins og t. d. einn af mestu vel- gerðamönnum mannkynsins, dr. Seinmelweiz, sem kenndi læknum að þvo hendur sínar, áður en þeir framkvæmdu uppskurð og nota sóttvarnarlyf við læknisaðgerðir. Þar var líka hinn heimsfrægi skurðlæknir Theodor Billroth, en honum heppnaðist fyrstum manna að lækna magasár og krabbamein í maga með því að skera burt hinn sýkta hluta eða taka alveg maga úr mönnum og veita þeim bata. I Vín lifði líka Sigmund Freud, sem kenndi fyrstur manna hversu mikil áhrif sálarröskun og tvístringur hugans hefur á uppruna margra sjúkdóma. Þar var einnig ynginga- læknirinn frægi, Steinach og próf- essor von Eiselssberg, sem margir íslenzkir læknar munu kannast við. Þá verður í fyrirlestrinum minnzt á sjúkrahúsin í Vín og verka- mannabústaðina frægu, sem hvergi munu eiga sinn lika í víðri veröld. Að lokum verður minnzt á nið- urlægingartíma borgarinnar eftir 1918, sem enduðu með því, að Aust- urríki og Vín misstu algjörlega sjálfstæði sitt. Veitingastaðir á hœðunum við Donau, skammt frá Vín. Ráðhúsið í Vín . ■ stórbyggingar, s.s. þinghús (neðst t.v.), ráðhúsið (ofar t.v.) og háskólinn (t.h.). Neðst t. v.: — Kobenzl, einn af þekkt- ustu veitinga- og skemmtistöðum Vínarborgar, stendur í 400 metra hæð og þaðan sést yfir alla borgina. Um- hverfið er hinn frægi Vínarskógur. Neðst t. h.: — Nokkur hluti af einni af hinum mörgu stórbyggingum, sem Vínarbúar hafa reist verkamönnum sínum. Er fullyrt, að hinir nýju verka- mannabústaðir í Vín muni vart nokk- urs staðar eiga sinn líka. i

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.