Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Síða 10
stúlka frá góðu heimili fari að setj-
ast að á heimili þínu, nema hún verði
konan þín“.
Hann varð að viðurkenna, að hún
hafði rétt að mæla, og þagði.
Þegar hann var farinn, stóð ég í
myrkrastofu blindu minnar og bað:
„ó, guð frelsaðu manninn minn“.
Það var nokkrum dögum seinna.
Ég var að koma út úr bænastúku
húss míns. Ég hafði verið að biðja
morgunbænirnar mínar. Þá greip
frænkan vingjarnlega um hendur
mér.
„Hérna er komin unga stúlkan,
sem við vorum að tala um um dag-
inn, Kumo“, sagði hún. „Hún heitir
Hemongini. Það verður ánægjulegt
fyrir hana að kynnast þér. Komdu
hingað Hemo, ég ætla að kynna þig
fyrir hinni nýju systur þinni“.
En einmitt í þessum svifum kom
bóndi minn inn í stofuna. Hann lét
svo sem hann væri mjög undrandi,
er hann kom auga í hina ungu stúlku,
og ætlaði að fara út aftur. En frænka
hans sagði: „Hví ætlar þú að hlaup-
ast á brott, kæri Asinash? Þetta er
Hemongini, dóttir hennar frænku
minnar, sem komin er til þess að
heimsækja ykkur. Heilsaðu honum,
Hemo“.
Hann reyndi að láta líta svo út,
sem leikið hefði verið á hann, og hóf
að spyrja frænku sína í þaula um
það, hvenær, hvers vegna og hvernig
stúlkan væri hingað komin.
Ég skildi strax óheilindin og fals-
ið í þessu öllu saman, tók í hönd
stúlkunnar og leiddi hana inn í mitt
eigið herbergi. Ég fór mildum hönd-
um og blíðlega um ásjónu hennar og
hendur og hár, og mér varð ljóst, að
hún var mjög fögur og um 15 ára
að aldri.
Þegar ég þuklaði um andlit henn-
ar, fór hún allt í einu að hlægja og
sagði: „Hvað ertu að gera? Þú ert
þó ekki að dáleiða mig?“
Sætleiki hljómsins í hlátri hennar
dreifði samstundis öllum mínum
myrku skýjum, sem höfðu aðskilið
okkur. Ég lagði hægri arm minn um
háls henni.
„Ég er að reyna að sjá þig, góða
mín“, sagði ég og strauk aftur með
vinstri hendi minni blíðlega um and-
lit hennar.
„Ertu að reyna að sjá mig“, sagði
hún með nýrri hláturshviðu. „Er ég
þá eins og graskér í garði þínum, þú
þreifar á mér eins og þú viljir finna
hve mjúk ég sé?“
Allt í einu rann það upp fyrir mér,
að hún myndi ekki vita, að ég væri
blind.
„Ég er blind, systir", sagði ég.
Hún þagði. Ég fann, að stóru og
ungu og forvitnu augun hennar
horfðu framan í mig, og vissi, að í
þeim mátti lesa meðaumkvun henn-
ar. Svo varð hún hugsi og eins og
utan við sig. Eftir stutta þögn mælti
hún:
„Nú skil ég. Það er þess vegna
sem maðurinn þinn hefur boðið
frænku sinni að koma hingað og að
vera hjá honum?“
„Nei“, svaraði ég. „Hann bauð
henni ekki að koma. Hún kom af
sjálfsdáðum".
Hemongini fór enn að hlægja. „En
hvað þetta er líkt frænku minni“,
sagði hún. „Var það ekki fallega gert
af henni að koma óboðin? Og úr því
hún er komin, máttu vera viss um
það, að hún er ekki strax farin aft-
ur“.
Svo þagði hún enn, eins og hún
væri í þungum þönkum.
„En hvers vegna hefur faðir minn
sent mig hingað?“ spurði hún. „Veizt
þú það?“
En nú hafði frænkan komið inn til
ÚTVARPSTÍÐINDI