Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Qupperneq 11

Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Qupperneq 11
okkar og Hemongini sneri máli sínu til hennar: „Hvenær hefðurðu hugsað þér að halda heim aftur, frænka?" spurði hún. Frænkan lét sem sér þætti miður. „Er það nú spurning?“ sagði hún. „Aldrei-hef ég þekkt kvikulli veru en þig. Við erum nýkomnar, svo spyrð þú, hvenær við eigum að fara heim“. „Það getur verið gott og blessað, hvað þér viðkemur", sagði Hemon- gini, „því þetta er heimili náins ætt- ingja þíns. En hvað á ég að gera hér? Ég segi þér alveg eins og er, ég get ekki verið hér“. Og svo tók hún hönd mína og sagði: „Finnst þér það, kæra?“ Ég vafði hana að mér en svaraði ekki. Frænkan varð mjög vandræða- leg. Hún fann, að hún hafði ekki ráð okkar í hendi sér. Hún stakk upp á því, að þær frænkumar færu út sam- an í bað. „Nei, við förum saman“, sagði hún og þrýsti sér að mér. Frænkan lét undan, því hún óttaðist mótstöðu frá Hemongini ef hún gerði frekari til- raunir til að fá hana með sér. Á heimleiðinni niður að fljótinu, spurði Hemongini: „Hvers vegna átt þú engin börn?“ Þessi spurning hennar kom mér mjög á óvart og ég svaraði: „Hvern- ig ætti ég að vita það? Guð minn hefur ekki gefið mér nein börn. Sú er ástæðan“. „Nei, það er ekki ástæðan“, sagði Hemongini ákveðið. „Þú hlýtur að hafa drýgt einhverja synd. Frænka hefur t. d. ekki eignazt neitt barn. Það hlýtur að vera vegna þess, að það er eitthvað illt sem býr í sál hennar. En hvaða illska getur búið í sál þinnir Orð hennar snertu mig ónotalega. ÚTVARPSTÍÐINDI Ég þekkti ekki leyndardóm hins illa. Ég stundi þungan og mælti lágt, eins og ég talaði til sjálfrar mín: „Guð minn, þú einn veizt ástæðuna". „En guð komi til“, hrópaði Hemon- gini, „hvers vegna stynur þú svo þungan? Það sinnir aldrei neinn um. hvað ég segi“. Og hlátur hennar gall við. Frh. Skrá um sfuttbylgjustöðvar 1941. C. Stutbylgjur: Breskar stöðvar þýzkar stöðvar m krið/sek m krið/sek 49,59 6050 49,83 6020 49,10 6110 48,86 6140 48,82 6145 48,47 6190 41,49 7230 41,44 7240 31,55 9510 31,38 9560 31,32 9580 31,35 9570 31,25 9600 31,22 9610 30,96 9695 31,09 9650 25,53 11750 31,01 28,46 10540 25,38 11820 25,49 11770 25,29 11860 25,42 11800 25,31 11855 19,82 15140 19,85 15110 19,76 15190 19,74 15200 19,60 15260 19,63 15280 19,60 15310 19,56 15340 16,86 17790 1689 17760 16,84 17810 16,80 17845 Rússneskar stöðvar Amerískar stöðvar m krið/sek m krið/sek 49,75 6030 49,67 6040 40,76 7360 49,50 6060 39,89 7520 31,48 9530 31,51 {«20 25 «8 11730 31,25 9600 25,45 11790 25,77 11640 25,36 11830 25,36 11830 25,21 11900 19,83 15130 25,00 12000 19,72 15210 19,95 15040 19,65 15270 19,47 15410 19,57 15330 19,09 15715 16,87 17780 16,18 18540 16,83 17830 »3

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.