Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Qupperneq 5

Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Qupperneq 5
ÚTVARPSTIÐÍNDI 365 Á ferðalagi með erlendu fólki Ounnar Stefánsson Undir smásjánni GUNNAR STEFÁNSSON starfs- maður Ferðaskrifstofu ríkisins sagði nýlega í ríkisútvarpinu frá kynnum sínum af erlendum ferðamönnum, sem hér hafa dvalið í sumar. Er- indi þetta var hið skemmtilegasta og prýðilega flutt, og hafa Útvarps- tíðindi fengið það lil birtingar. — Erindið, sem hét „Undir smásjánni“ fer hér á eftir: „Þar eð mér segir svo hugur um, að Islendingum yfirleitt þyki bæði skemmtilegt og nokkur fróðleikur í að heyra, hvert álit þeirra erlendu ferðamanna, sem okkur sækja heim, er, á landi okkar og þjóð, þá afréð ég að taka saman pistla þá, er hér fara á eftir. Vegna atvinnu minnar hefur mér gefizt allgott tækifæri til þess að viða að mér noklturum fróðleik á þessu sviði. Og þótt mér sé það fylli- lega ljóst, að hér sé ekki um nein ný vísindi að ræða eða að ég sé þess megnugur að draga upp algilda reglu um hugarfar útlendinga í okkar garð, þá afréð ég samt að senda út- varpinu þetta rabb mitt. Á sumri því, sem nú er að kveðja, hefur verið harla fátt um heimsókn- ir útlendinga hingað, nema hvað helzt Norðmanna í sambandi við Snorrahátíðina, og svo hinna nor- rænu þingmanna, er sátu hér þing norræna þingmannasambandsins. — Um þessar heimsóknir hefur verið svo mikið ritað og rætt, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að bæta þar nokkru við. — Hinir norsku gestir luku yfirleitt upp einum munni um ágæti lands og þjóðar. Hrósuðu móttökum öllum og viðurgerningi hér. En einn landi þeirra, sem að vísu var ekki gestur, heldur farandsveinn, var nú samt á nokkuð annarri skoðun um Island og íslendinga. Hann kom hingað í atvinnuleit. — Einhver hafði frætt hann á því, erlendis, að hér væri hreinasta Gósenland, þar sem drypi smjör af hverju strái. Hér væri hægt að fá næga atvinnu og það fyrirtaks atvinnu, jafnvel embætti hjá ríkinu, feiknalaun, en þó gæti maður tekið það eins rólega og manni sjálfum

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.