Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Page 8

Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Page 8
368 ÚTVARPSTÍÐINDI held bara, að þið takið ykkur þetta alltof nærri“, bætti hann við, „það er eins og allir skríði í sjálfa sig, veðursins vegna, annað hvort af vorkunnsemi við okkur, þessa fáu ferðamenn, sem hingað hafa lagt leið sína í sumar, eða þá vegna þess að þeim finnst þeir þurfa að biðja af- sökunar, fyrir hönd skaparans, á tíðarfarinu. En það þarf svei mér engrar afsökunar að biðja á bless- uðu regninu. Því að þegar styttir upp, og það gjörir það, svona endr- um og eins að minnsta kosti, þá er loftið svo tært, fjöllin svo blá og geymurinn svo víður, að maður gleymir aldrei þessu dásamlega landi og ... hinni vanþakklátu þjóð, sem það byggir. Því ...“, hélt hann á- fram um leið og hann rak kollirm óþyrmilega upp í þak bílsins, „ ... væru þessir bölvaðir vegir eklci svona slæmir, þá væri þetta blátt áfram fyrirmyndar land“. Þótt Breti þessi væri eflaust nær sjötugu en sextugu, þá var ekki við annað komandi en að hann legði land undir fót og héldi upp að glóandi hraunstraumnum. „Til þess er mað- ur nú kominn fyrst og fremst, að sjá þessa atómsprengjuverksmiðju ykk- ar í Heklu. Nei, ég er ekkert hrædd- ur um það, að geta ekki gengið í nokkra klukkutíam, það eina, sem ég hef áhyggjur af, er að ég er búinn með alla skömmtunarmiðana mína, og hraunið er sennilega ekkert hollt fyrir skóna“. Um þetta leyti var engin skóskömmtun komin á hér á landi, svo að ég benti honum á, að eyðilegði hann skóna sína, þá gæti hann sennilega fengið keypta skó í skóverzlunum í Reykjavík. „Sama og þegið, góði“, gall hann við, „en mér á að geta enzt minn skóskammtur eins og öllum hinum heima“. Og þar með var það útrætt mál. En ég hugs- aði sem svo: Hvað skyldu mörg pró- sent íslenzku þjóðarinnar hugsa eins og þessi aldraði Englendingur? Þegar komið var til baka að bíln- um, eftir hartnær fimm stunda gang yfir gamalt hraun og ógreiðfært, þá var auðséð á byggingarmeistaranum, að farið var að draga heldur af hon- um, enda féll höfuð hans út á hlið sem sagt þegar er hann var seztur upp í bílinn, og svaf hann vært og mikið alla leið niður í Svínahraun. Vaknar hann þá skyndilega, lítur andartak í áttina til mín og segir: „Já, þetta var þreytandi, því er ekki hægt að neita. En þótt ferðin hefði kostað mig helmingi meiri þreytu, þá myndi ég með ánægju leggja upp í hana'á nýjan leik, því að slíkri sjón gleymir maður aldrei. Það liggja miljónir enskra punda í þessari at- omsprengju-verksmiðju ykkar, dreng ur minn, þótt ekkert væri við hana gjört annað en að sýna hana ferða- mönnum. Ef þið vanrækið ekki að auglýsa hana rækilega, þá fáið þið líka næga dollara, gjaldeyri eins og þið viljið“. Að svo mæltu lokaði hann augunum á ný, og hraut nú hátt og tignarlega alla leiðina til Reykja- víkur. „Hafið þér póstkort?“ spyr mað- ur nokkur, heldur fasmikill, og otar að mér tveggja krónu peningi, sem hann heldur utan um, eins og pen- ingurinn væri fjöregg hans. Ég skil manninn mæta vel, en eitthvað finnst mér enskan hans samt vera sérkenni- leg. Eftir nokkra stund rennur upp fyrir mér ljós, maðurinn talar ekki ensku, heldur þýzku. — Þýzku, já,

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.