Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Side 9
ÚTVARPSTÍÐINDI
369
það mál hef ég ekki heyrt talað síð-
an einhvern tíma á árinu 1939 eða
40. Vel gat það svo sem verið, að
maðurinn væri Hollendingur. Þó
hafði mér nú fundizt hollenzkan all-
frábrugðin þessu, enda var ekki um
það að villast, að maðurinn var Þjóð-
verji. Nei, því miður höfðum við
ekki póstkort til sölu, en hér væri
bókabúð á næstu grösum, sem eflaust
seldi póstkort, og úr því að hann bað
mig nú líka að vísa sér á pósthúsið,
þá var víst bezt að fara með hann
út til Sigfúsar Eymundssonar.
Það er ekki löng leið yfir Lækjar-
torg og eftir spotta af Austurstræti,
en á þeirri stuttu leið sannfærðist ég
um það, að margt getum við þakkað
forsjóninni fyrir, samanborið við
sumar aðrar þjóðir. — „Drottinn
minn dýri“, sagði hann, „hvað ykk-
ur hlýtur að líða vel. Nóg að bíta og
brenna. Allt yfirfullt af mat og fatn-
aði“. Við hlytum að vera hamingju-
söm og ánægð þjóð, hjá því gæti ekki
farið. Enda bærum við þess vitni. Og
ekki hefði velmegunin gjört okkur að
verri mönnum, síður en svo. Fyrir
hádegið sagðist hann, ásamt nokkr-
um félögum sínum, hafa ekið í leigu-
bíl um bæinn, í nauðsynlegum er-
indagjörðum. Meðal annars höfðu
þeir numið staðar fyrir utan kjötbúð
í Hafnarstræti. Allt fljótandi í mat.
Ilver maður gat keypt eins og hann
vildi, hefði hann peninga. Og allir
virtust hafa nóg af peningum. Hann
hefði, svona í’étt til þess að segja
eitthvað, orðað það við bílstjórann,
að ekki væri nú amalegt að geta
keypt sér kjötbein að nazla svona til
hátíðabrigða frá blessaðri soðning-
unni, sem héldi þó í þeim líftórunni.
„En hvað haldið þér að bílstjórinn
hafi gjört, á meðan að við skruppum
upp á skrifstofu þarna í húsinu?
Hann kaupir heilan lambsskrokk í
kjötbúðinni og gefur okkur, þegar
við komum út. Og ekki nóg með það,
heldur fullan poka af kartöflum að
auki“. Hann andvarpaði þungan. —
„Blessaða, dásamlega þjóð“, bætti
hann við, um leið og hann borgaði
eitt póstkort með tveggja krónu pen-
ingnum. „Þetta verður nú allt og
sumt, sem ég kaupi í landi að þessu
sinni“, hélt hann áfram, „en vonandi
verður það betra næst. Það batnar
strax, ef við getum komið mánaðar-
skammti hvers manns heima af fiski
upp í eitt kíló, núna er hann ekki
nema 428 grömm, ekki heilt pund.
En það verður erfitt með þessum
fjárans ryðkláfum, sem við höfum
yfir að ráða núna. Ég var einn af
útgerðarstjórum öflugs skipafélags
heima fyrir stríðið. Fyrir liðugum
tveimur mánuðum síðan fór ég með
síðasta skip félagsins yfir til Eng-
lands til afhendingar. Mann svíður
svona innvortis, skal ég segja yður,
vinur minn, en allt hefst þetta samt.
Skipin ykkar eru glæsileg. Það væri
einhver munur að sigla slíkum fleyt-
um. Þið verðskuldið þau líka. Dá-
samlega þjóð. Ég vildi að ég mætti
eiga hér heima til æviloka. — Auf
Wiedersehen, vinur minn“. Og um
leið og hann kveður mig, ber hann
höndina, að hermannasið, upp að
enninu og réttir ósjálfrátt úr sér.
Allt í einu er eins og hann taki sig á,
læðir hendinni hálf vesaldarlega upp
að kollmiðjunni á húfunni sinni, tek-
ur hana ofan og brosir vandræða-
lega, eins og hann sé að biðja af-
sökunar. Ég kenni í brjósti um þenn-
an státna, en þó rótlausa, unga