Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Page 12

Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Page 12
372 ÚTVARPSTIÐINDI Verkfræðingur á villigötum Álitið stórt og höfðings hátt hræðast skyldir þú ekki, sannleikans gæta ætíð átt engin kjassmál þig blekki. Ærugirnd Ijót, hofmóóug hót hæfir sízt yfirmönnum dramblátum þar, þú gef andsvar, þó byggt á rölcum sönnum. Hallgr. Pétursson. Þetta erindi Hallgríms Pétursson- ar kom í hug mér er ég las grein Gunnlaugs Briem í seinasta hefti Út- varpstíðinda. Verkfræðingurinn reynir í þessari grein sinni að gera lítið úr tækni- kunnáttu minni. Ég skal fúslega játa, að hún er ekki mikil. Þó vænti ég þess, að verkfræðingurinn minn- ist þess, að við höfum eitt sinn ræðst við um smábreytingu, sem ég óskaði eftir að gerð yrði í þularstofu. Breyt- ing þessi var til mikils hagræðis og jók mjög öryggi, en sparaði hins vegar magnaravörðum talsverða vinnu. Samt gat verkfræðingurinn ekki fallizt á að þetta yrði gert, kvað það „tekniskt ómögulegt", og sagði, að það yrði að bíða þar til Útvarpið flytti í ný húsakynni. Fyrirrennarar mínir höfðu í 15 ár reynt að fá þessu til leiðar komið. Loks tók einn magn- aravörðurinn að sér að framkvæma þessa breytingu í fjarvist verkfræð- ingsins. Það tók hann 15 mínútur. Mér dettur ekki í hug að efast um tæknikunnáttu G. Briem. Þvert á Pétur Pétursson móti veit ég, að hann er talinn mjög fær í sinni grein. Hitt dreg ég hins vegar mjög í efa, hvort Útvarpið verður hennar aðnjótandi sem skyldi. Veit ég ekki hvort þar kemur til meðfædd afturhaldssemi eða tíma- skortur. Verkfræðingurinn segir í grein sinni: „Það er ekki vani minn, að grípa ótilkvaddur inn í hin daglegu störf magnaravarða“. Það var og!! Ég hygg, að lesendur Útvarpstíð- inda hafi veitt athygli auglýsingu, sem birtzt hefur í mörgum heftum þess. Þar segir: „Verkfræðingur hef- ur á hendi daglegt eftirlit með magn- arasal, útvarpsstöð og viðgerðar- stofu“. Hvernig kemur þetta heim við fullyrðingu verkfræðingsins um að hann grípi ekki ótilkvaddur inn í hin daglegu störf magnaravarða. Ber kannske að skilja þetta svo, að „dag- lega eftirlitið" sé eins konar himn- esk handleiðsla eða guðdómlegt gæzlustarf. — Er verkfræðingnum mögulegt að fylgjast með störfum undirmanna sinna, án þess þó að koma á vinnustaðinn, segjum t. d. einu sinni í mánuði. Eða kannske tæknin í verkfræðideild Útvarpsins sé komin á svo hátt stig, að verk- fræðingurinn geti tekið undir með þeim sem sagði: „Sjá, ég er með yð- ur alla daga“, og fylgzt með störf-

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.