Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Blaðsíða 14
374
ÚTVARPSTÍÐINDI
erlendum blöðum og tímaritum, eða
viti, að þeir séu til annars staðar.
Þjóðin á nóg af „myndabókaverk-
fræðingum". Hún þarfnast starf-
hæfra og framsækinna manna, sem
ekki vilja láta okkar hlut verða
minni en annarra. Hinir geta fengið
sér „mekkanó“ og dundað við það
óáreittir. Hitt er of dýrt, að láta þá
hafa á hendi stjórn almannafyrir-
tækja.
Að síðustu skal vikið nokkuð að
kveinstöfum verkfræðingsins um
gjaldeyrisörðugleika. Hann segir, að
fá megi fullkomin upptökutæki fyrir
30 þús. kr., en telur, að „Ríkisút-
varpið hafi um langt skeið átt mjög
örðugt með að fá innflutning nauð-
synlegasta rekstrarefnis".
Ég skora á verkfræðinginn að
leggja fram gögn til sönnunar þess-
ari staðhæfingu. — Vill verkfræð-
ingurinn birta skrá yfir þau leyfi,
sem Útvarpinu hafa verið veitt á
undanförnum árum, og sömuleiðis
skrá yfir þær umsóknir, sem synjað
hefur verið. Það gæti verið nógu
fróðlegt fyrir útvarpsnotendur.
Það kann að vera, að nú á sein-
ustu mánuðum hafi reynzt erfitt að
fá leyfi. En hitt veit ég, að Útvarpið
virðist hafa átt miklum velvilja að
fagna hjá Viðskiptaráði. T. d. fékk
það leyfi fyrir yfirfærzlu á 45 þús.
dollurum til greiðslu á teikningu á
fyrirhuguðu útvarpshúsi; og nú í ár,
eftir að mjög var farið að ganga á
gjaldeyriseign landsmanna, fekk það
leyfi fyrir fiðlu frá Bretlandi. Fiðl-
an kostaði þar 75 þús. kr. („af rauðu
gulli eru strengirnir snúnir"). Ekki
er þó ljóst, hverjum fiðla þessi er
ætluð, því að skömmu eftir að hún
kom til landsins, var hún send í
„Vesturveg“. Aldrei mun aðalfiðlu-
leikari útvarpsins hafa séð hana, né
heldur aðrir fiðlarar þess, þó þá fýsti
þess mjög, og má því segja um þá,
eins og Fiðlu-Björn kvað, að þeir
séu „mæddir í raunum sínum“.
Að lokum þetta: Briem telur þessa
„stálþráðardeilu" ómerkilega. Það
kann að vera rétt. Mér er fullljóst,
að eitt smátæki er ekki allra meina
bót. Hins vegar var þetta prófsteinn
á umbótaviðleitni hans og áhuga um
fjölbreytni í dagskrá útvarpsins. —
Hann féll á þessu prófi. Stóð gegn
því, að hægt væri að notfæra sér
tæki (þó ófullkomið væri) til þess
að færa hlustendum margs konar
skemmtan og fróðleik. Hann sá ekki
um, að keypt væru fullkomin upp-
tökutæki, þótt hann vissi að þau
væru fáanleg. Nú boðar hann margs
konar og alvarlegar rekstrartruflan-
ir í náinni framtíð.
Nú kemur til kasta hlustendanná,
að njóta vel hinnar glæsilegu fram-
tíðar: Rekstrartruflanir vegna skorts
á efni til endurnýjunar, 300 þúsund
króna teikning af húsi, sem verður
sennilega aldrei reist, auk reisu-
kostnaðar, 100—200 þús. kr., 75 þús-
und króna fiðla í annari heimsálfu,
há afnotagjöld, síversnandi útvarps-
dagskrá o. s. frv. Látið nú fara vel
um ykkur, góðir hálsar, og njótið
þess vel, sem að ykkur er rétt.
Pétur Péturssor