Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Qupperneq 16
376
ÚTV ARPSTf f)TNDI
TTEYRT OG SÉÐ.
Pá segir Sveinn Stefánsson um þáttinn
„Heyrt og séð“: „Annars fannst mér er-
indi Gunnars vel geta failið inn í þáttinn
„Heyrt og séð“, því að efni þess var al-
veg éins og tekið er i þann þátt. Annars
segi ég þetta ekki vegna þess að mér
þyki Jónas Árnason ekki góður. Hann er
mjðg sæmilegur, en misjafn, og við því
er ekkert að segja. Jónas Árnason hefur
glöggt auga; stundum kemur hann með
áróður; en hverjir gera það ekki, og við
útvarpshlustendur erum alveg einfærir
um að moða úr. Það er alveg misskiln-
ingur, að við getum það ekki. Pað er
hara meira gaman að því þegar menn
tala út úr pokahorninu. Peir, sem signt
og heilagt eru að reyna að ségja' ékki
neitt, sem geti ef til vill móðgað ein-
hverja, verða sjálfir alveg bragðlausir og
leiðinlegir. Peir verða sjálfir leiðir á því
og við líka leiðir á þeim“.
UM DAGINN OG VEGINN
segir Sveinn ennfremur; „Mér þykir
sem þátturinn „Um daginn og veginn”
hafi heldur sett ofan. Sá liáttur hefur nú
verið tekinn upp að fá marga menn til
að koma fram í honum, og efast ég stór-
lega um, að það sé til bóta. Mín reynsla
er sú, að beztir séu fastir þættir, þegar
sami maður semur þá og flytur um lang-
an tíma. Það er 'eins og menn eigi þá
betra með að samlagast efninu og ná
valdi yfir því. Annárs hafa mörg ágæt
erindi verið flutt í þcssum þætti undan-
farna mánuði, þó að misjöfn hafi þau
verið. Mér likar til dæmis mjög vel við
séra Jakob Jónsson, eins þótti mér gott
erindi Jóhanns Hafstein á mánudags-
kvöldið. Ég sakna þó þeirra þriggja mest
Sigurðar Rjarnasonar, Vilhjálms Vil-
hjálmssonar og Gunnars Ren. Þeir bættu
hvern annan upp á ákjósanlegan hátt, og
voru skemmtilega ólíkir“.
HVAÐA TUNGUMÁL?
Hundavinur skrifar þetta bréf: „Sið-
astliðinn sunnudag flutti Jónas Árnason
nokkuð sniðugt erindi í þætti sínum um
heimsókn, sem hann hafði heiðrað hihn
margumtala Keflavíkurflugvöll með. Jón-
as sá hund, og hann sá fleiri hunda, og
svo sá hann kirkju í bragga, að því sem
hann sagði frá. Það var á Jónasi að
heyra, að hann væri eitthvað óánægður
með þessa heimsókn. Sérstaklega kvart-
aði hann sárann undan ókurteisi hund-
anna, sem liann hitti. Sagði hann, að
þeir hefðu ekki skilið sig, hversu blíð-
lega sem hann ávarpaði þá. Hins vegar
hefði ekki borið á öðru en að hundarnir
skildu ameriska pilta, sem þarna voru.
Ég held, að Jónas hafi ekki gætt sín nóg,
er hann talaði við þéssa íslenzku hunda.
Mér skildist á honum, að hann hefði
mælt til þeirra á íslenzku, en mér var
að detta í hug, hvort Jónas hefði ekki
í ógáti mælt á einhverju öðru tungumáli
við hundana, sem þeir þá ekki hafa skil-
ið boffs í, enda kunnugt, að lítil rækt
hefur vcrið lögð við það að kenna ís-
lenzkum hundum annarleg tnngumál. —
Svo virðist, sem Jónas hafi verið í úrillu
skapi þarna á flugvellinum, en þegar svo
er ’ástatt um mcnn, hættir þeiin til að
láta fjúka og gæta ekki nógu vel að því
sem þeir segja. Ég held þvi, að Jónas
hafi farið eins, að hann hafi gleymt
móðurmáli sínu og hundanna okkar á
vellinum og ávarpað þá á tungúmáli, sem
þeir skildu ekki neitt í, já, jafnvel verr
en ainerískuna, sem þeir eru búnir að
hafa fyrir eyruin mörg undanfarin ár. —
Annars skemmti ég mér vel við þetta
erindi Jónasar Árnasonar. Það er hægt
að tala skemfntilega um lítið efni, bara
ef mennirnir sem það gera eru skemmti-
legir. Og Jónas Árnason er skemmtilegur,
jafnvel þó áð hann sé reiður út í hunda
og sé að skamma l>á. — Segðu okkur nú
sögu næst um fressketti, Jónás minn. Það
hlýtur að vera hægt að tala skémmtilega
við þá. Ég trúi ekki öðru en þú kunnir
eitthvert tungumál, sem þeir skilja“.