Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Síða 22

Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Síða 22
382 ÚTVARPSTÍÐINDI Bækur; sem koma næstu daga 1. STRANDAMANNABÓK, eftir Pétur Jónsson frá Stökkum. — Guðni Jónsson bjó undir prentun. í þessari bók eru, auk héraða- lýsinga, margar merkar frásagnir, svo sem um sjómannalíf á Gjögri á 19. öld, Svaðilfarir í leguferðum, Hákarlaveiðar í hafís og margt fleira. 2. SÖGUR ISAFOLDAR. I gamla sögusafni ísafoldar, Iðunni gömlu og víðar, eru margar ágætar sögur, sem Björn heitinn Jónsson ritstjóri og síðar ráðherra þýddi. Auk þess birtist eitt bezta safn- ið af íslenzkum sagnaþáttum neðanmáls í ísafold. Úrval þessarra þýðinga og íslenzku sagnaþættirnir allir munu nú koma út í tveimur eða þremur bindum, og kemur fyrsta bindið næstu daga. Sigurður Nordal hefur valið í útgáfuna, en Ásgeir Blöndal Magn- ússon búið undir prentun. 3. ÚR BYGGÐUM BORGARFJARÐAR. Kristleifur Þorsteinsson fræðimaður á Kroppi í Borgarfirði, sendir næstu daga á bóka- markaðinn annað bindi af greinum sínum og ritgerðum Úr byggð- um Borgarfjarðar. Fyrra bindinu var svo vel tekið, að þrotlaus eftirspurn hefur síðan verið eftir framhaldinu. 4. DALALlF. Ein þeirra bóka, sem mesta athygli vakti á síðasta ári og hlaut bezta dóma almennings, var Dalalíf, eftir skagfirzku skáldkonuna Guðrúnu frá Lundi. — Síðari hluti bókarinnar er nú í prentun og kemur eftir fáa daga. 5. VIRKIÐ í NORÐRI. Síðastliðið vor kom út fyrri hluti bókar- innar „Virkið í norðri“, hernámssaga íslands, eftir Gunnar M. Magnúss. Bókin vakti milda athygli og umtal og seldist mjög vel. í bókinni er mesti sægur af myndum frá hernámsárunum, og hafa allmiklar umræður orðið um sumar þessara mynda, sem eru af skemmtanalífi hermanna og landsmanna. Síðara bindi bókar- innar kemur í þessum eða næsta mánuði. 6. MANNBÆTUR. Steingrímur Arason kennari er einn af okkar beztu mönnum. Hann hefur samið og þýtt margar bækur handa íslenzkum börnum, og allar náð mikilli hylli. f haust kemur út eftir hann mikil og merk bók, sem heitir Mannbætur. Hún á er- indi til allrar þjóðarinnar. BókaverzLun IsafoLdar

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.