Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Síða 24
384
ÚTVARPSTÍÐINDI
Ólína Jónasdóttir skáldkona sendi okk-
ur þessar vísur fyrir nolckru:
HAUSTVÍSA:
Haustið bitran herðir róm,
lilíð og fitin sölnar,
skortir hita blað og blóm,
breytir lit og fölnar.
LOFSÖNGUR TIL HELGA HJÖRVAR:
Þreyta dags úr huga hörfar,
held ég út á gömul mið,
þegar rómur Helga Hjörvar
hljómar gegnum útvarpið.
Frásögn hans minn huga örfar,
hún er oft af töfrum full.
Sálin í þér, Helgi Iljörvar,
hlýtur að vera kostagull.
Ellin vonir niður njörfar,
neitar þrátt um bros og yl.
Sœla væri að sjá þig, Hjörvar,
samt er það mesta hættuspil.
EKKI ER VIST AÐ VERÐI BER . ..
Nýlega var birt vísa í Sindri, sem sögð
var eftir reykvískan verkamann, og var
uppliaf hennar: „Ekki er víst að verði
ber“. — Vísa þessi er eftir Jón skáld á
Arnarvatni, og er hún í Ijóðabók lians.
LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER.
(Fyrsti vetrardagur).
20.30 Kvöldvaka.
a) Hugvekja.
b) Erindi.
c) Upplestur.
d) Dómkirlcjukórinn syngur þjóð-
lög o. fl. (Páll Isólfsson
stjórnar).
22.05 Danshljómsveit Bjarna Böðvars-
sonar.
Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
HVERS VEGNA DRAKK HANN?
— Viltu ekki hætta að drekka mín vegna?
spurði eiginkonan drykkfeldan eiginmann
sinn.
Hver segir, að ég drekki þín vegna? svar-
aði maðurinn snúðuglega.
Umt'æðuB' uua úivarpið
Framhald af bls. 864.
sérþekltingu og helzt mikla æfingu.
Enginn, eða þá sárafáir, byrjendur
í blaðamennsku í Reykjavík munu
hafa svo lág laun. Laun þeirra, sem
fengnir eru til að flytja erindi, eru
og svo smánarlega lítil, að enginn
gerir það þeirra vegna.
Snorri Sigfússon minntist síðan á
ýmsar umbætur og nýjungar, sem
hann teldi rétt að gera á dagskránni.
Hann hvatti til þess, að tekin væru
upp 5—10 mínútna erindi, að tveir
barnatímar yrði hafðir á viku, og að
sérstök áherzla væri lögð á það, að
lesa upp og segja frá í barnatímum
sögulegum fróðleik, baráttu forfeðra
okkar við náttúruna o. s. frv. Þessar
tillögur eru allar mjög athyglisverð-
ar, og verða vonandi teknar til yfir-
vegunar hjá útvarpsráði. — Er full
ástæða til að þakka Snorra Sigfús-
syni fyrir hið ágæta erindi hans, en
æskja jafnframt eftir því, að fleiri
góðir menn láti til sín heyra um þessi
mál í útvarpinu, eða í Útvarpstíð-
indum. Mun erindi Snorra Sigfús-
sonar að líkindum birtast í næsta
blaði.
Yfirleitt taka útvarpshlustendur of
lítinn þátt í umræðum um útvarpið,
stjórn þess, efnið, sem það flytur,
og hvernig það er flutt. Þeir geta
því sjálfum sér um kennt að nokkru
leyti, ef þeim þykir eitthvað miður
fara.