Viðar - 01.01.1937, Blaðsíða 28
26
ALÞÝÐUSKÓLARNIR OG ÞJÓÐIN
[Viðar
Nemendurnir koma flestir frá sveitaheimilum — frá vinn-
unni — og eiga að fara þangað aftur, í vinnuna að nýju.
En þeir eiga að koma heim aftur betur búnir að þekk-
ingu á þeim efnum, sem þar er mest um vert. Skólarnir
eiga að vera undirbúningur lífsstarfsins, en ekkert fimb-
ulfamb út í loftið.
í bóklegum greinum á að kosta kapps um að gera menn
sendibréfsfæra, kenna réttritun og íslenzka málfræði. Það
á að kenna almennan reikning og bókfærslu, eðlisfræði,
grasafræði og heilsufræði. Eitthvert Norðurlandamálanna
er rétt að kenna, en enskunámið er lítið annað en dægra-
dvöl. Nám annarra bóklegra greina er hætt við, að verði
lítið annað en upplestur, að minnsta kosti í yngri deild
skólanna. Það má ekki vera allt of mikið barnaskólanám
á alþýðuskólunum. Vitanlega væri oft engin vanþörf á
því, en það er barnaskólunum að kenna. Sé barnafræðslan
léleg, verður að bæta hana, en alþýðuskólarnir mega ekki
sökkva sér niður í það kviksyndi og ætla sér að draga það
á land, sem búið er að bisa við í mörg ár í barnaskóla,
meðan næmi barnanna er bezt. Fyrir greindan ungling er
þessi upplestur þreytandi, og tossinn verður líklega jafn
nær, þótt hann lesi það tvo vetur til. Þetta er sóun á tíma,
og hættan er, að nemendurnir taki ekki námið í alvöru.
Það er ekki ætlunin, að skólarnir veiti gagnfræðamennt-
un, en þætti það hyggilegt, mætti breyta einum eða
tveimur þeirra og stofna gagnfræðaskóla fyrir sveitirnar.
En með því ástandi, sem nú er, verða skólarnir hvorki
fugl né fiskur.
Kennsla í söng og íþróttum er sjálfsögð í alþýðuskólun-
um, enda er gagnsemi þeirra greina almennt viðurkennd
nú orðið. Bæði í uppeldislegu tilliti og sem dægradvöl
hafa þær geysimikla þýðingu. Þar er alltaf eldur til að
orna sér við. Söngurinn mýkir meira en nokkuð annað
hversdagsleika lífsins og flytur manninum hressandi og
yljandi gust frá einhverju æðra og háleitara. Fólk á að
syngja í öllum skólum, á öllum heimilum í öllum sveitum.