Viðar - 01.01.1937, Blaðsíða 58
56
SMÍÐAKENNSLAN Á LAUGUM
[Viðar
með kennslunni, að all miklu tekst að afkasta og að meg-
ináherzla er lögð á smíði þeirra muna, sem eru gagnlegir
gripir og full þörf fyrir á flestum sveitaheimilum. Bera
mörg heimli þessa héraðs og enda víðar, merki smíðanna
frá Laugum og gripa þeirra, sem nemgpdur þaðan hafa
flutt heim með sér.
Mynd sú, er fylgir af smíðisgripum héðan, gefur og
nokkra hugmynd um árangur smíðakennslunnar og þess
starfs, sem fer fram á verkstæði skólans. Má óhætt full-
yrða, að gripir þessir eru full boðlegir hverju heimili og
sómi að. Kemur þar til greina hagleikni kennarans, en
líka það, að duglegum, lagvirkum nemendum tekst að
ná furðu mikilli framför og leikni.
Eins og áður er sagt, eru smíðar kenndar í yngri og'
eidri deild sem svarar 2 st. á viku. Er þá smíðað fyrir
skólann. Hinn sýnilegi árangur þeirrar kennslu innan
veggja skólans er sá, að lang-flestir húsmunir hans eru
smíðaðir af nemendum undir handleiðslu Þórhalls
Björnssonar. Hefir á þann hátt tekizt að búa skólann
sæmilega út að húsgögnum, allt frá því, að fyrstu nem-
endurnir komu hér að hálfbyggðum skóla og urðu að
smíða fyrstu rúmstæðin handa sér sjálfir, og til þessa
dags.
Þar sem smíðakennslan í yngri deild er ekki meiri en
þetta, er varla við að búast miklum árangri. Þó gegnir
furðu, hvað nemendum veitist léttara smíðið síðari vet-
urinn en hinn fyrri. Og án efa hefir hún vakið margan
ungling til meðvitundar um sína eigin lagvirkni, og
kennt honum að meta verðmæti þess, að kunna nokkuð
til smíða. En auk þess hefir það orðið skólanum ómetan-
iegt að geta á þennan hátt byggt sjálfan sig upp; og
þeir nemendur munu áreiðanlega vera miklu fleiri, sem
glaðst hafa yfir þeim litla skerfi, sem þeir hafa á þennan
hátt lagt fram, til þess að búa í haginn fyrir þá, sem á
eftir koma, heldur en hinir, sem eftir honum hafa séð.
Það liggur í augum uppi, hver þjóðarnauðsyn það er,