Viðar - 01.01.1937, Blaðsíða 109
Viðar]
FRÁ ÚTLÖNDUM
107
verkamanna: Socialdemokratar, socialistar og kommún-
istar.
Meginverkefni Brunnsvíkurskólans varð að breyta soc-
ialistiskum kenningum og samræma þær sænskum skil-
yrðum og sænskri menningu, benda á veilur hugsjónanna,
ef þær ekki væru tengdar lífrænum böndum trúar og sið-
fræði. Brunnsvík varð helgireitur, þar sem æskulýður
verkafólksins fékk að vera í friði fyrir dægurmálum og
þrasi og reyna að fá hlutlaust yfirlit og íhuga sjálfstætt.
Sennilega hefir skóli þessi betur en nokkur önnur stofnun
sannað, að sú mikilvægasta sféttabarátta er ekki tog-
streita um launagjald, heldur andleg málefni , siðferðisleg
vandamál. Það er því að miklu leyti Brunnsvík að þakka,
að til er sérstakur „sænskur socialismi“, arfþegi hins bezta
í sænskum erfikenninum og sænskri þjóðmenningu.
Ummæli nokkurra starfsmanna skólans fyrr og síðar
eru einkennandi fyrir hann.
Forslund hvarf frá skólastjórn 1912, en Torsten Fogel-
quist, einn af kennurunum, tók við. Fogelquist er þekktur
rithöfundur í Svíþjóð ,og hefir hlotið viðurkenningu fyrir
ljóð og ritgerðir um tímabær efni. Hann er frumlegur og
skýr, er mannþekkjari og gáfnagarpur. Hann hefir átt
ríkan þátt í að gefa Brunnsvíkurskólanum einkenni sín.
Árið 1914 sagði hann í ræðu:
„Það er ekki nóg að þekkingin, sem vinnst, gefi vopn í
hendur til eigin no,ta. Þekkingin verður að vera lífgandi
afl, sem gerir mennina mikilhæfa, mannúðlega og sanna.
Það, sem kallar að, er að stofnuð sé lýðstjórn, ekki aðeins
í orði, heldur lýðstjórn, þar sem fyrirmannlegt almenn-
ingsálit ræður og þeir einir stjórna, sem bezt skilja tign
hugsjónaafla og háleitra sjónarmiða. — Ef við getum ekki
skapað slíka fræðslu, ekki stofnsett slíka lýðstjórn, þá
höfum við ekki komizt hænufet áleiðis í menningu. Þekk-
ing er ekki einungis vald. Hún leggur einnig skyldur á
herðar.“
Annar merkur atkvæðamaður, sem starfað hefir j