Viðar - 01.01.1937, Blaðsíða 32
30 ALÞÝÐUSKÓLARNIR OG ÞJÓÐIN [Viðar
af svo góðu. Og það er óheilbrigt, ef sá siður leggst niður,
að unglingar sæki menntun sína í aðrar sýslur og aðra
landshluta. Að því ætti einmitt að styðja, til þess að víð-
sýni mætti aukast. Æskumennirnir vilja ferðast og eiga
að ferðast og stunda nám sitt annars staðar en heima við
bæjarvegginn, en það er gert torveldara með núgildandi
lögum, þar sem hvert hérað ber í raun og veru ábyrgð á
sínum skóla, og héraðsbúar verða að sýna honum ræktar-
semi.
Skólarnir eiga að verða ríkisskólar.
Alþýðuskólunum hefir fjölgað ört, og aðsókn til þeirra
hefir yfirleitt verið góð. Það er talað um að bæta fleirum
við. En alþýðuskólarnir eiga að verða óskabörn þjóðar-
innar. Þeir eiga að vera vel úr garði gjörðir og vel að
starfskröftum búnir. Þeir mega ekki verða of margir, ekki
ómegð á þjóðinni og ekki heldur heimalningar, sem hafa
ekk skyggni út fyrir túngarðinn. Verði ekki breytt um
lagaákvæði um styrkinn til skólanna, verði hver nemandi
framvegis 3—400 króna virði í peningum, þá leiðir fjölg-
un skólanna og stækkun þeirra til ófarnaðar. Ekki meira
kapphlaup og nemendavei&ar.
Skólarnir eiga að verða óskabörn, engar stjórnmála-
deilur og flokkaþras mega hafa áhrif á það. í þeim á að
ríkja frjálslyndi, og frjáls hugsun á að sitja í öndvegi.
Þeir mega ekki merkja sig neinum ákveðnum flokki né
stefnu, því að þá geta þeir einungis orðið óskabörn ein-
hvers flokks, en aldrei þjóðarinnar. Þótt allir flokkar eigi
ekki jafnan þátt í stofnun þeirra, á sá gamli kurr að
gleymast, svo að skólarnir verði jafnt fyrir alla. Nemend-
urnir eiga að þroskast þannig, að þeir verði góðir starfs-
tnenn heimilanna, góðir starfsmenn þjóðfélagsins, en ekki
starfsmenn neins sérstaks flokks. Verði þessa alls gætt og
margs annars, verða skólarnir óskabörn þjóðarinnar, ein
styrkasta stoð menningar hennar og eitt bezta vitnið um
þroska hennar, vitni um gróandi líf.