Viðar - 01.01.1937, Blaðsíða 135
Viðar]
REYKJANESSKÓLI 1934—1937
133
starfsemi Reykjanesskólans). Iþróttanámskeið starfi 4—6 vikur
í júní og júlí ár hvert. Námsgreinar eru: sund, leikfimi og
leikir, en auk þess fari fram kennsla um náttúrufræðileg efni.
7. Félagsstörf. Nemendur Revkjanesskólans og aðrir þeir, sem
áhuga hafa á starfi hans, myndi með sér félag, er framkvæmi
á skipulegan hátt ýms framfara- og menningarmál. Miðstöð
félagsins sé Reykjanesskólinn. Verkefni: Félagið vinni að vel-
gengni Reykjanesskólans, með því að prýða skólastaðinn (vor-
dagurihn), efla söfn skólans og vinna að bættum skilyrðum
hans til andlegra og likamlegra nienningarstarfa.
8. Iþróttamót. Tvisvar á ári skulu haldin íþróttamót, annað í lok
íþróttanámsskeiðsins á sumrin. Þar verði keppt í: sundi, glímu,
knattleikum o. fl. Hitt mótið sé haldið síðari hluta vetrar, þar
sem vel hentar fyrir skauta- og skíðahlaup.
9. Kostnaður við skólahaldið. Um kostnað við barnafræðsluna fer
samkvæmt lögum þar um. Kostnaður við aðra starfsemi skól-
ans greiðist með skólagjöldum nemenda, framlagi ríkis og ýms-
um styrkjum. Hver nemandi, sem tekur þátt í unglinganámi,
greiði kr. 20.00 í skólagjald. Þess er vænzt, að ríkið greiði hlut-
fallslega til þessarar starfsemi eins og til héraðsskólanna, sbr.
8. og 9. gr. laga nr. 37 1929, um héraðsskóla. Um styrkveitjngu
til einstkra liða starfseminnar annarsstaðar frá verði leitað til
Búnaðarsambands Vestfjarða, Búnaðarfélags íslands, Isafjarð-
arkaupstaðar, Norður-fsafjarðarsýslu o. fl.
10. Hressingarheimili. Tekið verði á móti gestum til dvalar um
lengri eða skemmri tíma. Starfstími heimilisins sé frá 20. júlí
til 1. sept ár hvert. Dvalargestir eigi kost á heitum sjóböðum,
gufuböðum og ljósböðum. Heimilið starfi undir eftirliti læknis.
11. Land og hlunnindi til starfseminnar. Samið verði við landeig-
anda Reykjaness um ákveðið samfellt land, umráð yfir svo-
nefndri Hveravík og nægilegu heitu vatni til baðstofu og annars,
er með þarf. Landsvæði þetta þarf að ná umhverfis öll mannvirki
starfseminnar, til sjávar að lendingu og umhverfis fyrrnefnda
Hveravík.
12. Aðkallandi verkefni:
a. Girðing og skipulagning þess landsvæðis, sem starfsemin
fengi til umráða.
b. Iþróttavöllur gerður.
c. Gerðir gangstígar, graspallar við sundlaug og iþróttavöll,
ræktaðir grasfletir til fimleika og ýmissa smáleikja.
d. Bygging baðstofu, ljósbaðsklefa og öflun ljóslækningatækja.
e. Sjóleiðsla í sundlaugina (áætlaður kostnaður er kr. 1500.00,
loforð er fyrir hendi um ríkisstyrk fyrir hálfum kostnaði).