Viðar - 01.01.1937, Blaðsíða 134
REYKJANESSKÓLI 1934—1937
[Viðar
132
Starfsskrá Reykjanesskóla.
I. Barnaskólinn.
Starfstími frá 15. okt. til 15. maí ár hvert. Skólinn er fyrir 10—
14 ára börn úr Nauteyrar- og Reykjarfjarðarhreppum, enda kosta
þeir skólann með tilstyrk ríkisins, samkvæmt Iögum um barna-
fræðslu.
II. Önnur starfsemi skólans.
Unglinganám, námskeið og félagsstörf séu fyrst og fremst íyrir
Norður-Isfirðinga:
1. Unglinganám:
a. Yfir mánuðina janúar, febrúar og marz ár hvert starfi ungl-
ingaskóli í tveim deildum, eldri og yngri deild. Inntöku-
skilyrði í yngri deild sé fullnaðarpróf barnafræðslunnar; í
eldri deild fá þeir inntöku, sem lokið hafa prófi úr yngri
deild. Inntökuskilyrði að öðru leyti eru: gott heilsufar, góð
hegðun og fullgild ábyrgð á öllum kostnaði við námið.
b. Náminu sé hagað þannig: íslenzka, stærðfræði og sund séu
skyldugreinar, einnig séu allir nemendur skyldij- að hlýða á
erindi um ýms efni, svo sem I sögu og náttúrufræði. Að öðru
leyti geta nemendur valið um, hvort þeir gera að aðalnámi
sínu bóknám, íþróttir eða handavinnu. Um tilhögun námsins
skal nánar ákveðið í reglugerð.
2. Búnaðarnámskeið. Á tímabilinu meðan unglinganám stendur
yfir verði haldið bændanámskeið. Þar verði haldnir fyrirlestrar
tim: búnaðarmál, uppeldismál, félagsmál, bókmenntir o. fl.
3. Vorvika kvenna. Um mánaðamótin maí og júní verði viku nám-
skeið fyrir konur; tilgangur þess sé hvorttveggja, fræðsla og
hvíld. Fræðsla verði veitt í garðrækt og matreiðslu grænmetis.
Erindi flutt um: uppeldismál, húsbúnað, fatagerð og annað, er
lýtur að heimilisprýði utan húss og innan. I sambandi við nám-
skeiðið verði sund og aðrar íþróttir iðkaðar svo sem föng eru á.
4. Garðyrkjunámskcið. Starfstimi 4 vikur á tímabilinu frá 1. maí
til 15. júní. Kennd verði öll venjuleg garðyrkjustörf, en einkum
lögð áherzla á ræktun matjurta við venjuleg skilyrði.
5. Vordagurinn. Á hverju vori sé einn vinnudagur í Reykjanes-
skóla. Þá komi nemendur og aðrir unnendur skólans saman og
vinni að fegrun á umhverfi skólans og öðrum óunnum verkefn-
um í þágu hans.
6. Iþróitanámskeið (ef íþróttaskólinn verður sameinaður annarri