Viðar - 01.01.1937, Blaðsíða 35
Viðar]
UNGMENNAFÉLÖGIN OG UPPELDISMÁLIN
33
Svo sem ráða má af framansögðu, á hugsunarháttur
samtíðarinnar rætur sínar að rekja til heimsstyrjaldar-
innar, en til þess að skilja þverbrest þann, er þá varð í
þróuninni, verður að fara lengra aftur í tímann.
Ungmennafélögin eru orðin til á bjartsýnum velgengn-
istímum. Söguskoðun manna var yfirborðsleg. Menn héldu,
að viðburðarásin lyti órjúfanlegu framfaralögmáli. Trúnni
hrakaði að vísu, en menn sóru sannleikanum hollustu
sína. Þingræðið var talið hið ágætasta skipulag og töldu
menn það tryggingu fyrir lýðræði, frelsi og jafnrétti.
Tæknin tók framförum, án þess þó að þeir, sem 'fara áttu
með tækin, ykjust að sama skapi að manndómi. Maður-
inn dróst þannig með undarlegum hætti aftur úr. En
þjóðfélagsöflin héldu sína leið og þannig flutu menn sof-
andi að feigðarósi heimsstyrjaldarinnar 1914—18. Mann-
kynið beið skipbrot á þeim árum. Skipið fórst og fer því
fjarri að skipshöfnin hafi bjargazt til einhvers undralands,
þar sem akrar vaxa ósánir. Lífsbaráttan er söm við sig,
vandamálin óumbreytanleg, þótt þau mæti oss í margvís-
legum myndum. Ólánið var, að menn voru á árunum fyrir
ófriðinn of gagnrýnislitlir til þess að koma auga á hvert
stefndi. Kynslóðin átti ágætar hugsjónir, en að þeim
reyndist lítill læknisdómur vegna þess, að menn voru
sljóir fyrir eigin meinsemdum. Þannig varð uppeldið ó-
raunhæft.
Skólamenn hafa látið sér reynsluna að kenningu verða
og er nú stefnan sú í uppeldismálum að brúa djúpið milli
þess, sem kennt er og þess, sem er á færi nemenda að
framkvæma. Menn barma sér yfir bölsýni samtíðarinnar,
en í rauninni er það ekki bjartsýni að loka augunum fyrir
meinsemdum einstaklinganna eða þjóðfélagsins.
Fyrsta skilyrði þess að skólarnir verði til raunhæfra
nota er, að skólaganga veröi sem almennust. Skólarnir
hafa ekki verið opnaðir fyrir alþýðuæskunni sem skyldi,
en frá alþýðunni kemur skólunum beztur efniviður og
3