Viðar - 01.01.1937, Blaðsíða 49
Viðar]
EINN ÞÁTTUR MÓÐURMÁLSINS
47
heiti, eins og flestir munu vita, Túnis er borg og land í
Afríku, Bensína minnir ónotalega á bensín og eldfimi
þess.
Þeir, sem hafa hlotið slík nöfn, geta fengið þeim breytt
með konungsleyfi. Við það er hvorki svo mikill kostnaður
né fyrirhöfn, að þeim, sem hafa kjark eða smekk til að
skafa ónefni af sér, þarf ekki að vaxa það í augum. Ekki
mun þurfa að skrifa hans hátign beint til Kaupmanna-
hafnar, heldur snúa sér til íslenzkra stjórnarvalda.
Vegna merkingarinnar tel ég naumast gerlegt að vekja
upp sum fornu, norrænu nöfnin, sem fallið hafa úr gengi,
s. s. Hrafn, Kolur, Úlfur, Úlfar, Vagn, Hafur, Refur, Hrút-
ur, eða Rútur og Lofthæna. Sum af þessum nöfnum þykja
mér þó falleg, s. s. Hrafn og Úlfur. En ég finn, að þegar
ég styð þessi nöfn „stríði ég gegn straumi aldar“. Hrafns-
heitið sómir sér vel á dökkhærðum sveini. Og minningin
um Hrafn Sveinbjarnarson, Hrafn Oddsson og Hrafn
Brandsson spillir ekki fyrir. Heldur vildi ég heita Hrafn
en Ketill, sem er enn í góðu gildi. — Afleidda nafnið
Hrefna er nú mjög í tízku. Það nafn báru 58 stúlkur árið
1910, en engin árið 1855.
Forfeður okkar kenndu börn sín við hluti, einkum vopn.
Slíkt hið sama gjörðu aðrar þjóðir. Almenningur skilur
oftást merkingu norrænu nafnanna, en ekki hinna. Þess
vegna er þar margt grátt í graut étið. Til dæmis þýðir
Markús hamar og Filippus þýðir hestavinur. Ekki sé ég,
að það sé nokkuð betra að heita Kaprasíus (það nafn er á
báðum skýrslunum) heldur en Hafur á íslenzku. Lærðir
menn segja mér, að þessi nöfn séu líkrar merkingar. Ekk-
ert er betra í mínum augum að heita Móritz eða Márus
heldur en Kolur, Kolbeinn eða Sámur.
Útlendu nöfnin eru oft varasöm, einkum ættarnöfn, en
íslendingar taka þau oft fyrir skírnarnöfn. Sum útlendu
nöfnin eru blótsyrði, t. d. Dickens og Manteufel. Hið síð-
ara þýðir ekkert annað en mannskrattinn. Sem betur fer
hefir enginn íslendingur enn verið skírður þeim nöfnum.