Viðar - 01.01.1937, Blaðsíða 78
[Viðar
Vertu sæl, Cordera!
Eftir Leopoldo Alas.
Lcopoldo Alas er fæddur í Zamora 1852, stundaði lög-
fræðinám í Madrid og starfaði þar sem blaðamaður og
bókmenntagagnrýnandi. Um tíma var hann prófessor í
þjóðmegunarfræði og seinna í lögfræði. Hann hefir eink-
um auðgað spánskar bókmenntir að smásögum. Sagan,
sem hér birtist, er ólík stærri sögum hans að næmleik og
töfrandi blæ, en ber þó skýran spánverskan svip.
Þau voru þrjú — alltaf bara þrjú — Rósa, Pinin og „La
Cordera.“
„Somonte“-engið var þríhyrndur, flauelsgrænn blettur,
breiddur út líkt og gólfábreiða við fætur hólsins. Það
hornið, sem lægst lá, teygði úr sér alla leið að járnbraut-
arlínunni milli Oviedo og Gijon. Og ritsímastaurinn, sem
stóð líkt og fánastöng í horni akursins, var í augum Rósu
og Pinin fulltrúi heimsins þar fyrir utan, ókunnrar, leynd-
ardómsfullrar veraldar, sem þau ávallt hlytu að óttast en
aldrei næðu að kynnast.
Eftir að Pinin hafði dag eftir dag, þar sem hann hélt
sína kyrrlátu og hættulausu varðstöðu, íhugað alvarlega
málefnið, komst hann loks að þeirri ályktun, að staurinn
væri blátt áfram að reyna að vera tré og ekkert annað
og láta virðast svo, að glerbikarar sínir væru undarlegir
ávextir. Hann öðlaðist nægilegt hugrekki til þess að
klífa upp undir þræðina. Aldrei komst hann alla leið til
bikaranna, því þeir minntu hann svo áþreifanlega á helga
kaleika kirkjunnar. Og hann varð gripinn titrandi lotn-
ingu þegar hann hafði rennt sér niður aftur og stóð föst-
um fótum á grænni jörð.
Rósa, sem var ódjarfari en ástfangnari í hinu óþekkta,
lét sér nægja að sitja tímum saman hjá staurnum í einu,
og hlusta á vindinn, þegar hann strauk úr þráðunum