Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Blaðsíða 19
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
11
og hún ætti að vera, eins og hún er,
vísir að raunverulegri ómagagreiðslu.
Það má telja það víst, að launanefnd-
ir bæjarins og Starfsmannafélagsins,
sem nú sitja á rökstólum, muni taka
ómagauppbótina til rækilegrar athug-
unar og gjöra einhverjar nýjar tillögur
um hana. Með tilliti til þessa og svo
hins, að almennt virðast menn ekki
gjöra sér ljósan þann þjóðfélagslega
grundvöll, sem ómagauppbótargreiðslur
hvíla á, þá taldi ég rétt að benda í þessu
fyrsta blaði félags vors á, hvernig litið
er á slíkar greiðslur af forystumönn-
um stórþjóðanna,1 ef verða mætti að
þeir þankar yrðu okkur starfsmönnun-
um til glöggvunar um þetta atriði og
vektu menn út í frá til umhugsunar um
að hér er um að ræða efni, sem allur
almenningur hér á landi hefði gott af
að hugsa um.
H.
Margir forystumenn í atvinnumál-
um nútímans líta svo á, að með hverj-
um degi vaxi nauðsyn þess, að komið
verði á föstu kerfi hjá hverri þjóð um
ómagabætur. Með ómagauppbótum er
raunverulega átt við kerfi, sem tryggir
starfsmanninum eða öllu heldur konu
hans, greiðslur í hlutfalli við f jölskyldu
hans, annað hvort handa konu hans eða
börnum, eða börnum hans að fyrsta og
jafnvel öðru barninu frátöldu.
Ýmsir halda því fram að svona kerfi
sé í eðli sínu ranglátt, því að það sé
ósanngjarnt, að ætlast til þess að vinnu-
veitandi greiði starfsmanni meira en
sem svarar gildi vinnu hans og að sama
1 1 þessari grein er að mestu farið eftir
ritgerð eftir Rt. Hon. L. S. Amery, M.P., um
Family Allowances in Industry.
skapi sé það óréttmætt af starfsmann-
inum að fara þess á leit, að hann beri
meira úr býtum en annar starfsmaður,
sem leysi samskonar verk af hendi. En
það, sem farið er fram á, er alls ekki
neitt þessu líkt, og það eðlilegasta svar
við svona mótbárum liggur í því að
benda á það, að velflest menningarríki
hafa fyrir löngu ákveðið, að vegna þjóð-
félagsheildarinnar skuli allir flokkar
þjóðarinnar greiða til félagslegra þarfa,
sem að þegnar ríkisinn hafa hag af í
hlutfalli við þarfir, en ekki í hlutfalli
við gildi eða starf einstaklingsins.
Þetta verður enn ljósara, ef menn at-
huga, hvað hin almennu jöfnu laun
tákna frá félagslegu sjónarmiði séð.
Þau tákna raunverulega, að við fæðingu
hvers barns rýrna lífskjörin. En afleið-
ing þessa verður sú, að stærstu fjöl-
skyldurnar koma til að búa í minnstu
íbúðunum og þar sem flestir eru munn-
arnir til að taka við, verður minnst um
fæðuna. Alþjóðlegar athuganir á mjólk-
urneyzlu meðal f jölskyldna verkamanna
sýna, að neyzlan á mann minnkar skjót-
lega við f jölgun barnanna. Hin bitrasta
fátækt lendir með öðrum orðum á smá-
börnunum, en einmitt það er, frá heil-
brigðislegu sjónarmiði þjóðarinnar séð,
það háskalegasta. Allar félagslegar
skýrslur, sem gerðar hafa verið síðan
ófriðnum lauk, sýna, að tala þeirra smá-
barna, sem eiga við kjör að búa, sem
eru fyrir neðan kröfur þess nauðsyn-
lega, er miklu hærri, heldur en hliðstæð
tala hinna stálpuðu barna.
Af þessu, sem þegar hefur verið sagt,
er ljós hin mikla nauðsyn þess að
létt sé undir með framfærslu barnaheim-
ilanna. En undir þá nauðsyn ýta einnig
þær stórmerku rannsóknir Þjóðabanda-
lagsins og hins fræga læknis John Orr.