Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Blaðsíða 26

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.07.1938, Blaðsíða 26
18 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR Frá ritnefndinni. Á fundi í stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkur þ. 5. þ. m. var afráðið að nota heimild til útgáfu blaðs, sem yrði málgagn félagsins, og var þá þeg- ar kosin ritnefnd. Hana skipa Lárus Sigurbjörnsson, aðstoðarmaður bæjar- gjaldkera, Jóhann G. Möller, aðalbókari, og Ágúst Jósefsson, heilbrigðisfulltrúi. Annast ritnefndin útgáfu blaðsins og ber mönnum að skila handritum til hennar. Nefndin hefur skipt með sér störfum og er Lárus Sigurbjörnsson formaður. Vegna þess að sumarfrí voru um það bil að hefjast, þegar útkoma blaðsins var afráðin, hefur henni seinnkað meir en skyldi og biður ritnefndin velvirð- ingar á því. Auglýsingastjóri blaðsins hefur verið ráðinn Einar Kristjánsson, og er tekið við auglýsingum í blaðið á auglýsingaskrifstofu hans, Austurstræti 12 (áður afgreiðsla Vísis). Á þessu ári er áformað að gefa út 3 blöð, komi annað blaðið út í októberbyrjun, en þriðja blaðið fyrir jól. Annars er ætlast til að blaðið komi út 6 sinnum á ári, en aukablöð ef ástæða þykir til. Blaðið verður sent öllum félögum í Starfs- mannafélagi Reykjavíkur, a. m. k. fyrst um sinn, án aukagjalds, en aðrir geta gerst áskrifendur að blaðinu gegn 5 kr. ársgjaldi. Ritnefndin hefir ákveðið, að blaðið verði að jafnaði 16 lesmálssíður. Að þessu sinni varð þó ekki komist hjá að hafa blaðið 18 síður, vegna þess að ýmsu efni, sem fyrir lá, var ekki hægt að fresta. Vonar ritnefndin að félagar Starfs- mannafélagsins hafi bæði gagn og ánægju af lestri blaðsins, og sendi því hugsanir sínar í óbundnu og bundnu máli, og geri að öðru leyti sitt til að auka veg þess og velgengni. Ritnefndin. hversu slökkviliðinu hefir vaxið ásmeg- in undir forystu hans, á þessum 20 ár- um, svo að nú virðist það hverjum vanda vaxið, sem að höndum kann að bera. Og það eru ótaldar krónurnar, sem þessi staðreynd hefir sparað bæjar- félaginu á umliðnum árum. Pétur Ingimundarson er félagslyndur maður og góður félagi. Hann hefir mik- inn áhuga fyrir málefnum starfsmanna- félagsins og á nú sæti í stjórn þess. Er félaginu ómetanlegur styrkur að því, er slíkir menn taka virkan þátt í störf- um þess. Það er óþarft að minnast hér æfi- atriða Péturs Ingimundarsonar, það hefir verið rækilega gert í dagblöðum bæjarins, enda er hér aðeins um að ræða áfanga á vonandi langri æfileið. Á Pétri sjást engin ellimörk, hann er eins nú, og hann var fyrir tuttugu árum. En starfsmannafélagið óskar Pétri til hamingju með þetta tvöfalda af- mæli, og vonar að hans megi ennþá lengi njóta við, sem starfsmanns og félaga. H. H. STI2INDÓRSPRENT H.P.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.