Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Blaðsíða 10

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.07.1938, Blaðsíða 10
2 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR Gangur launamá Það hefur fallið í mitt hlutskipti að skýra frá gangi launamálsins. Að vísu er ég því máli lítt kunnur á byrjunar- stigum þess, en þar sem hér ræðir að- eins um sögulegt yfirlit, get ég að mestu stuðst við fundargerðarbók Starfs- mannafélagsins og stjórnar þess. En þar sem þetta er margþætt mál, snertir hagsmuni hvers einasta starfsmanns bæjarins og hefur vakið áhuga manna í óvenjulega ríkum mæli, verð ég að biðj- ast velvirðingar þar á, ef mér yfirsést einhver einstök atriði eða nefni ekki þau nöfn, sem koma við sögu. Þegar kreppan byrjaði að gera vart við sig, og séð var fram á hækkandi verðlag lífsnauðsynja, hreyfði þáver- andi formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, hr. Nikulás Friðriksson, því á aðalfundi 27. febr. 1935, að meðal þeirra mála, sem biðu úrlausnar félags- ins væri launamálið. Þessu andmælti að vísu einn félagsmanna, hr. Jón Axel Pétursson, og taldi að hann gæti ekki álitið launamálið heppilegt eða álitlegt verkefni fyrir félagið, eins og þá væri ástatt, taldi hinsvegar heppilegra að ræða styttingu vinnutíma, sumarleyfi og þess háttar. En þrátt fyrir þetta álit, sýndi það sig, að launamálið var komið á dagskrá í félaginu og þarf ekki annað en vísa til hækkandi aðalvísitölu það ár og hið næsta, til að réttlæta þær umræður, er bráðlega hófust um málið. Árið 1919 hafði launsamþykkt Reykjavíkurbæjar verið sett. Sú sam- þykkt er í gildi enn og er þó vitaskuld og að allra dómi gjörsamlega úrelt, og hafði Starfsmannafélagið enda lagt til 1929 að gerð yrði ný launasamþykkt í . Eftir sins. Lárus Sigurbjörnsson. samráði við félagið. Því hafði ekki verið sinnt, enda liafði aðalvísitala farið fall- andi frá 1919 til 1933 frá 348 stigum niður í 226 stig. En 1933 tekur vísital- an til að stíga og er í okt. 1936 orðin 242 stig. Hækkun vísitölunnar leiddi nú í ljós annmarka launasamþykktarinnar frá 1919, og nú tók skóinn að kreppa hjá þeim starfsflokkum, sem harðast höfðu orðið úti vegna lækkaðrar dýrtíð- aruppbótar, sem var komin ofan í 40% af launum upp að kr. 4500,00, og þar við hefur verið látið sitja, enda þótt launasamþykktin frá 1919 gerði ráð fyrir launabreytingum í samræmi við almennt verðlag. Einar útgöngudyr höfðu starfsmenn bæjarins til að jafna þann misrétt, sem úrelt launasamþykkt skapaði þeim. Það var að fá samþykki fyrir hækkun á svo- kallaðri ómagauppbót eða aukadýrtíð- aruppbót. Sú uppbót hafði verið 40 kr. fyrir hvern ómaga á framfærslu starfs- manns, en var 1935 komin niður í 20 kr. fyrir framfærsluómaga. Á fundi 11. júlí 1935 er skorað á bæjarstjórn að hækka ómagauppbótina aftur, en bæj- arstjórn daufheyrðist við þeirri áskor- un. Árið eftir, 21. júlí 1936, er enn farið fram á hækkaða ómagauppbót, og nú beðið um kr. 50,00, en það fór á sömu leið. Og enn ári síðar, 15. júní 1937, er farið fram á kr. 60,00 í ómagauppbót, en svarið var: samþykkt fyrir kr. 20,00, eins og áður. Þessar útgöngudyr voru því augsýnilega rammlæstar, og reyna varð aðrar leiðir, sem að vísu var búið að benda á áður, þó ekki þætti ráðlegt að leggja út í allsherjarlaunadeilu við bæjarstjórn.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.