Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Blaðsíða 17

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.07.1938, Blaðsíða 17
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR 9 Húsbyggingamál starfsmanna Reykjavíkurbcejar. Eftir Árna J. I. Árnason. Það er orðið nokkuð langt síðan ég fyrst minntist á húsbyggingamál starfsmanna Reykjavikurbæjar, þó hvorki ég eða aðrir hafi látið verða af því fyrr, að skrifa um málið, og má þar að nokkru um kenna að starfsmennina hefir vantað blað til að ræða áhugamál sín, og tel ég vel farið að nú skuli úr því bætt, því það fer ekki alltaf saman mælskulistin og hæfileikar til að leggja gott til mála, og margir, sem geta gert grein fyrir skoðun sinni skriflega þó þeir ekki geti flutt ræður á fundum, til þess geta verið ýmsar ástæður. Meiri hluti starfsmanna bæjarins eru leigjendur, sem — eins og lánsstofnun- um nú er háttað, þar sem segja má að Veðdeildin sé hætt að starfa, — ekki hafa möguleika til að byggja sér hús sem einstaklingar, þó að þeir, sem nú eru í tryggri atvinnu, gætu staðið straum af því, fengjust lán með heppi- legum kjörum. Jafnframt er það hagur fyrir bæjarfélagið að komið sé upp vönduðum byggingum fyrir sem flesta af íbúunum. Það er verðmætisaukning í bæjarfélaginu, sem ekki verður flutt burt, og sem hefir allt að gulls gildi, þar sem vandað steinhús — innanbæjar — stendur minnst í því verði sem kosta mundi að byggja það á hverjum tíma, auk þess sem eignin gæti hækkað í verði vegna legu sinnar, en byggingarkostn- aður húsa verður breytilegur, eftir gengi krónunnar, og verðgildisbreyting- um á vinnu og vörum sem nokkurn- veginn helzt í hendur. Húseigandinn hefir annað viðhorf til bæjarfélagsins, hann hefir fleiri skyldur gagnvart því, hann hefir stofnað til eignar, sem hann hugsar sér að njóta góðs af í ellinni, — það má teljast nokkurskonar líf- trygging — þó, eins og nú er háttað skattalöggjöfinni, hann geti þar orðið fyrir vonbrigðum, meðan skattur er greiddur af áætlaðri sjálfshúsaleigu, sem lögð er ofan á raunverulegar tekj- ur, en því ákvæði verður að breyta. — Og þessa eign vill hann skilja eftir í sem beztu ásigkomulagi handa afkom- endum sínum. Um leið og hann prýðir þessa eign utan og innan, prýðir hann bæinn, eins og illa hirt húseign er bæn- um til óprýði. Hann er nánar tengdur bæjarfélaginu þegar hann hefir eignast ákveðið aðsetur, og það hefir ákveðin

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.