Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Blaðsíða 18
10
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
I.
Allir starfsmenn þessa bæjarfélags
munu kannast við aukaþóknunina, sem
fastir starfsmenn bæjarins fá „fyrir
hvern ómaga, sem þeir hafa á framfæri
sínu“ — hina svo nefndu ómagauppbót.
Laun og barnafjöldi.
Eftir Jóhann G. Möller.
Þessi ómagauppbót er ekki sérlega risa-
vaxin og hrekkur vitanlega skammt til
framfærslu, enda er ekki laust við að
sumir dragi dár að henni fyrir það, hve
lítil hún er, og aðrir telji hana vera forn-
aldardraug, sem hið skjótasta þyrfti að
daga uppi. Flestir, sem þannig hugsa,
eru þeir, sem ekki njóta þessarar upp-
bótar, en hinir, sem hafa rétt til henn-
ar, munu telja hana nokkurn búhnykk,
þótt hún sé lítil.
Er það mín skoðun, að þó ómaga-
uppbótin sé lítilfjörleg, þá sé hún mjög
merkilegur hlutur í íslenzku launakerfi,
áhrif á sálarlíf mannsins og magnar
sjálfsbjargarhvöt hans og gerir hann
að betri borgara. Þetta eru ástæður,
sem ekki er hægt að rengja, og sem eru
svo veigamiklar að ætla má að það
opinbera vildi eitthvað gera til að ráða
hér nokkra bót á, og það má víst gera
ráð fyrir að menn vildu eitthvað á sig
leggja til að eignast framtíðar heimili,
og hef ég hugsað mér, að það gæti orð-
ið, hvað snertir starfsmenn Reykjavík-
ur, á þann hátt, að myndað yrði bygg-
ingarfélag innan starfsmannafél. Þetta
félag fengi lánaðan ellistyrktarsjóð
bæjarins, að svo miklu leyti sem hann
er ávaxtaður í skuldabréfum, einnig
gæti bæjarsjóður, sér að skaðlausu,
gengið í ábyrgð fyrir félagið að láni í
þessu skyni. Endurgreiðslu starfsmann-
anna væri heppilegast að taka af laun-
um þeirra mánaðarlega, svo áhættan er
engin. Þá vil ég leyfa mér að benda á
lóðir undir húsin, það er svæðið sunnan
við Laufásveg, frá Hringbraut austur
að Öskjuhlíð. Matjurtagarðar og grjót-
garðar, sem þarna eru, verða að víkja,
enda ekki rétt að slík ræktun fari fram
við dýrar götur, sem bærinn leggur í
öll þægindi og þarf þar af leiðandi að
breyta lóðunum í byggingarlóðir, svo
bærinn fái eitthvað upp í kostnaðinn.
Gætu starfsm.fél. tekið sér byggingar
fél. Félagsgarður til fyrirmyndar um
útlit og skipulag.
Þess er að vænta, að núverandi stjórn
félagsins taki þetta mál til athugunar
og skora ég á félagsmenn að snúa sér
að þessu máli undir forystu hennar, þar
sem launamálið er nú bráðlega úr sög-
unni, og menn hefðu gott af að fara að
íhuga að launaupphæðin er ekki allt, og
það er ekki minni vandi að gæta feng-
ins fjár, en afla.
Árni Árnason.