Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Blaðsíða 14
6
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
5. Að frá 1. apríl 1931 hafa starfs-
menn bæjarfélags Kaupmannahafnar
fengið dýrtíðaruppbót hækkaða um 54
kr. og verðlagsuppbót um 10% (14
1934), þar að auki hafa þeir við end-
urskoðun á launasamþykktinni fengið
töluverða launahækkun aukalega frá 1.
júlí þ. á.
6. Að laun í Bergen hjá starfsmönn-
um bæjarfélagsins voru í okt. 1936
hækkuð um 5% af grunnlaunum, og
stóðu samningar yfir um nýja launa-
hækkun í júní síðastliðinn.
7. Að laun hjá starfsmönnum bæjar-
félagsins í Olsó hækkuðu um 5% árið
1935—36 og frá 1. júlí þ. á. um 160,00
kr. árlega.
8. Að verðlag á nauðsynjum til heim-
ilisþarfa er 40—55% hærra í Reykjavík
en í Danmörku og Noregi. Launin hér
í Rvík reiknuð í ísl. kr. þurfa því að
vera 40% hærri að krónutali en laun í
Kaupmannahöfn reiknuð í d. kr. og 55%
hærri en laun í Noregi reiknuð í n.kr.,
til þess að jafnast á við raunveruleg
laun á þessum stöðum. Þetta gildir að
öllu leyti um öli laun hér í Rvík, sem
ekki fara fram úr ca. 5000 kr. á ári,
og einnig að miklu leyti um hærri laun.
9. Að því fer fjarri að laun starfs-
manna bæjarfélagsins hér jafnist á við
raunveruleg laun hjá Kaupmannahafn-
ar, Oslóar og Bergens bæjarfélögum.
Lægstu launaflokkar í Reykjavík eru
heldur lægri en sambærilegir flokkar á
launastigum áður nefndra bæjarfélaga,
en þyrftu að vera frá 40 til 55% hærri,
til þess að jafnast á við raunveruleg
laun þessara bæjarfélaga.
Við þetta bætist að vísitala fyrir
verðlag á heimilisnauðsynjum í Reykja-
vík hækkaði úr 232 stigum í 242 stig
frá 1. okt. 1935 til 1. okt. 1936, en síð-
an hefur vísitala fyrir verðlag á mat-
vöru hækkað úr 184 stigum upp í 209
stig í byrjun ágúst, og má því vænta
töluverðrar hækkunar á aðalvísitölu
fyrir heimilisnauðsynjar í byrjun októ-
ber næstk., jafnvel þótt nokkuð af þeirri
hækkun, sem kemur fram í ágústsvísi-
tölu fyrir matvörur sé árstíðarhækkun.
Eftir að verðlag tók að stíga á síðast-
liðnu ári og á fyrri hluta yfirstandandi
árs, hafa stórir hópar faglærðra manna
í Reykjavík fengið laun sín hækkuð, og
nú fyrir nokkru hafa verkamenn einnig
fengið töluverða kauphækkun. —
Tillögur þær, sem stjórnin hafði lagt
fyrir fundin voru samþykktar með
nokkrum breytingum, var önnur ítrek-
un á áskorun til bæjarstjórnar frá 12.
ágúst um hundraðshlutauppbót á heild-
arlaun árið 1937 vegna dýrtíðar, en hin
var um kosningu launanefndar, sem
hefði tækifæri til að fylgjast með gjörð-
um launanefndar bæjarstjórnar. Voru
breytingatillögurnar frá hr. Lárusi Sig-
urbjörnssyni, hr. Magnúsi V. Jóhannes-
syni og hr. Jóhanni G. Möller. Var nú
launanefnd kosin og í hana hr. Nikulás
Friðriksson.hr.Lárus Sigurbjörnsson og
hr. Jóhann G. Möller, en jafnframt lýsti
fundurinn yfir ánægju sinni yfir fram-
komnum tillögum hr. Árna Björnssonar
hagfræðings og fól stjórninni að fylgja
launamálinu fast eftir á þeim grund-
velli, sem þar væri bent á.
Launamálið var nú komið inn á nýj-
ar brautir, þar sem kosnar voru nefnd-
ir frá báðum aðilum, en þar sem undan-
dráttur varð á því, að nefndirnar kæmu
báðar saman, þótti þurfa að herða á
kröfunum með eftirfarandi áskorun, er
launanefnd St. R. lagði fyrir félagsfund
22. des. 1937: