Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Blaðsíða 27
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
Kynnið yður
gjaldskrá Rafmagnsveitunnar:
B. Bafmagn til almennrar heimilisnotkunar.
Þar sem orkan er aðallega notuð til suðu eða hitunar í heimilinu, má
selja hana:
1. Um tvenna mæla, annan til ljósa, hinn til suðu eða hitunar. Á ljósamæl-
inn reiknast ljósagjald samkvæmt A 1., á hinn mælinn 10 aurar á kWh.
2. Um einn mæli á 45 aura á kWh fyrir 36 fyrstu kWh ársnotkun á hvert
herbergi íbúðar, og 25 aura á kWh fyrir alla notkun þar fram yfir.
3. Um einn kWh-mæli fyrir alla notkun í heimilinu á 7 aura hver kWh
fyrir 1500 fyrstu kWh og 4 aura hver kWh fyrir alla notkun umfram,
og auk þess skal greiða fastagjald 12 kr. á ári fyrir hvert íbúðar-
herbergi heimilisins.
4. Um einn kWh-mæli fyrir alla notkun í heimilinu á 6 aura kWh, og
auk þess fastagjald 15 kr. á ári fyrir hvert íbúðarherbergi heimilisins.
Ársleiga af einum mæli er innifalin í fastagjaldinu eftir taxta sam-
kvæmt B 3 og B 4.
Skilyrði fyrir sölu samkvæmt gjaldskrárliðum B 3 og B 4 eru:
a. að í íbúðinni sé notuð rafmagnseldavél með að minnsta kosti 2 suðu-
hellum, enda sé önnur þeirra ekki minni en 1500 wött, og með steik-
arofni, nema um einhleypingsíbúðir með sérmæli sé að ræða, eða sér-
stakar íbúðir án eldhúss, eða
b. að í þess stað ábyrgist notandi 1500 kWh minnstu notkun rafmagns
á ári. — I einhleypings íbúðum með sérmæli, eða sérstökum íbúðum
án eldhúss, þarf eigi ofanskráð skilyrði um steikarofn, og ábyrgðin
um minnstu notkun þarf eigi að vera hærri en 600 kWh á ári.
5. Um hemilmæla á 300 krónur hvert árskWh og auk þess 10 aura á kWh
fyrir umframnotkun, nema þar sem rafmagnseldavél er notuð á sama
hátt og skilyrði er sett fyrir í gjaldskrárliðum B3 og B4, þar skal reikna
umframnotkun á 7 aura kWh. Hemilstillingin skal vera minnst 500
wött að viðbættum 100 wöttum fyrir hvert íbúðarherbergi fram yfir tvö.
1 útreikningi á f jölda herbergja í íbúð skal aðeins telja stofur og svefn-
herbergi o. þ. h., en ekki eldhús, baðherbergi, göng eða geymslur.
Borðstofueldhús skal telja sem herbergi. Herbergi minna en 5 m" skal
telja sem hálft, en stærri en 25 m2 sem tvö.